Árangurinn ekki ókeypis

Hannes S. Jónsson, t.v., fagnar ásamt leikmönnum og þjálfurum eftir …
Hannes S. Jónsson, t.v., fagnar ásamt leikmönnum og þjálfurum eftir sigurinn á Bretum í fyrrakvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

„Þetta er ekki bara nýr kafli í körfuboltasöguna heldur líka íþróttasöguna á Íslandi. Það má ekki gleyma því hversu stór íþrótt körfubolti er á heimsvísu,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, þegar Morgunblaðið settist niður með honum eftir sigur Íslands á Bretum í Lundúnum í fyrrakvöld, sem tryggir liðinu nánast sæti í lokakeppni EM í fyrsta sinn.

„Það þarf stjarnfræðilega óheppni ef við förum ekki áfram, en þetta kemur ekki í ljós fyrr en eftir leikinn gegn Bosníu og ég vona að það fjölmenni allir á hann, ekki síst til að þakka strákunum hvað þeir hafa gefið okkur á síðustu dögum,“ sagði Hannes, en Ísland mætir Bosníu hinn 27. næstkomandi sem verður nánast úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins.

Sjá viðtalið við formann KKÍ í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert