Ævintýrin gerast enn

Það var glatt á hjalla hjá Mexíkóum gegn Suður-Kóreu í …
Það var glatt á hjalla hjá Mexíkóum gegn Suður-Kóreu í riðlakeppni HM í körfubolta á Spáni í gærkvöld. AFP

Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í körfuknattleik karla á Spáni lauk í gærkvöldi en á morgun hefjast 16-liða úrslit með fjórum leikjum og öðrum fjórum á sunnudag.

Mexíkóar tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum þegar þeir lögðu Suður-Kóreu, 87:71. Þetta er í fyrsta sinn í 40 ár sem landslið Mexíkó er með í lokakeppni HM og því var eðlilega glatt á hjalla hjá mönnum yfir þessum áfanga. Hins vegar verður að teljast óvíst að landslið Mexíkó fari lengra í keppninni því það mætir heimsmeisturum Bandaríkjanna á laugardaginn en liðin sem tapa í 16-liða úrslitum falla úr keppni.

Ævintýri Senegala heldur áfram á mótinu. Þeir verða með í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn. Senegal náði fjórða sæti A-riðils þrátt fyrir tveggja stiga tap fyrir landsliði Filippseyja í gær, 81:79.

Áður en HM hófst hafði landslið Senegals aðeins unnið tvo leiki á HM í gegnum tíðina. Sá fyrri var 1978 og sá síðari 20 árum síðar. Árangur landsliðs Senegals hefur því farið langt fram úr björtustu vonum. En líkt og Mexíkómenn þá er afar vafasamt að landslið Senegals komist í 8-liða úrslitin því þeirra bíður viðureign við sjálfa heimamenn í spænska landsliðinu í 16-liða úrslitum á laugardag.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert