Gaman gestgjafanna búið

Thomas Heurtel leikmaður franska landsliðsins glaður í bragði eftir sigurinn …
Thomas Heurtel leikmaður franska landsliðsins glaður í bragði eftir sigurinn á Spánverjum í gærkvöldi. AFP

Frakkar sýndu svo sannarlega styrk sinn þegar þeir sendu sjálft gestgjafalið heimsmeistaramóts karla í körfubolta úr út keppninni í gærkvöld, þegar Frakkland hafði betur gegn Spáni, 65:52 í lokaleik 8 liða úrslita HM.

Spánverjar hafa átt eitt besta körfuboltalandslið heims síðustu ár. Spánn varð heimsmeistari 2006, Evrópumeistari 2009 og 2011 en orðið að sætta sig við silfurverðlaun á síðustu tvennum Ólympíuleikum. Það var því stefnt leynt og ljóst á það hjá Spánverjum að verða heimsmeistarar á heimavelli, en nágrannar þeirra í Frakklandi sáu til þess að skemma partíið.

Boris Diaw sem leikur með San Antonio Spurs í NBA-deildinni var stigahæstur hjá Frökkum í gærkvöld með 15 stig, en Pau Gasol sem gekk í raðir Chicago Bulls frá Los Angeles Lakers í sumar, skoraði 17 stig fyrir Spánverja sem hafa nú lokið keppni á HM.

Frakkar mæta Serbum í undanúrslitum HM annað kvöld. Serbía hafði betur gegn Brasilíu í 8 liða úrslitunum í gærkvöld, 84:56 þar sem Milos Teodosic var stigahæstur hjá Serbíu með 23 stig, en Anderson Varejao skoraði 12 fyrir Brasilíu.

thorkell@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert