Serbar komust í úrslitin á HM

Serbar fögnuðu sigri á Frökkum í undanúrslitum HM í körfubolta …
Serbar fögnuðu sigri á Frökkum í undanúrslitum HM í körfubolta í kvöld. AFP

Það verða Serbar sem mæta Bandaríkjunum í úrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta á Spáni á sunnudag. Þetta réðst í kvöld þegar Serbía sigraði Frakkland, 90:85 í síðari undanúrslitaleik keppninnar.

Serbar höfðu yfir í hálfleik, 46:32, en Frökkum tókst að komast vel inn í leikinn og minnkuðu muninn í 84:82 þegar skammt var eftir af leiknum. Nær komust Frakkar þó ekki og Serbar fögnuðu sigri og sæti í úrslitum, en Frakkar þurfa að leika um bronsið gegn Litháen á morgun.

Nicolas Batum fór á kostum hjá Frökkum og skoraði 35 stig í leiknum, sem nægðu þó ekki til sigurs. Milos Teodosic skoraði flest stig fyrir Serba eða 24 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert