Bronsið til Frakklands

Nicolas Batum í leiknum í dag.
Nicolas Batum í leiknum í dag. AFP

Frakkar vorou nú rétt í þessu að tryggja sér bronsið á heimsmeistaramóti karla í körfuknattleik með sigri á Litháen 95:93 í æsispennandi leik en Frakkar leiddu með einu stigi í hálfleik 42:43.

NBA leikmaðurinn Nicolas Batum í liði Frakklands fór á kostum og setti niður 27 stig fyrir Frakka og var langstigahæstur en næstur á eftir honum kom Boris Diaw með 15 stig en stigahæstur hjá Litháen var Jonas Valanciunas með 25 stig en hann tók einnig níu fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert