Bandaríkjamenn heimsmeistarar

Bandaríkin áttu ekki í neinum vandræðum með Serbíu í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í körfuknattleik á Spáni í kvöld. Bandaríkin náðu góðri forystu fljótlega og höfðu yfir í hálfleik, 67:41. Úrslit leiksins urðu svo 129:92 fyrir Bandaríkin.

Kyrie Irving leikmaður Cleveland Cavaliers í NBA deildinni, fór á kostum hjá Bandaríkjunum í kvöld og skoraði 26 stig en Nemanja Bjelica var stigahæstur í liði Serba með 18 stig.

Bandaríkin hafa þar með hampað heimsmeistaratitlinum í körfubolta fimm sinnum af þeim 17 heimsmeistaramótum sem haldin hafa verið. Ekkert lið hefur oftar orðið heimsmeistari í körfubolta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert