Grindvíkingar senda Roberson heim

Brendon Roberson staldraði stutt við hjá Grindvíkingum.
Brendon Roberson staldraði stutt við hjá Grindvíkingum. Ljósmynd/grindavík.is

Brendon Roberson, sem leika átti með Grindvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur, hefur verið sendur heim eftir stutta dvöl á landinu. Hann lék með liðinu í Ljósanætur mótinu og í Lengjubikarnum en hefur engan veginn staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans, eftir því sem greint er frá heimasíðu Grindavíkurliðsins

Roberson þótti slakur sóknarmaður og síst betri varnarmaður að mati forráðamanna félagsins. Þeir hafa þegar hafið leit að öðrum Bandaríkjamanni til þess að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert