Jón Arnór til Dallas á ný

Jón Arnór Stefánsson verður við æfingar í Dallas næstu vikur.
Jón Arnór Stefánsson verður við æfingar í Dallas næstu vikur. mbl.is/Kristinn

Körfuknattleiksmaðurinn Jón Arnór Stefánsson er kominn til NBA liðsins Dallas Mavericks á ný, en hann var á mála hjá félaginu veturinn 2003-2004. Jón mun þó ekki semja við félagið eða spila með því, heldur mun hann nýta sér æfingaaðstöðu liðsins næstu vikurnar.

Greint er frá þessu á vefnum

<em> <a href="http://www.karfan.is/read/2014/09/16/jon-arnor-aftur-til-dallas">karfan.is </a></em>

í dag og þar segir að Donnie Nelson, framkvæmdastjóri Dallas hefði boðið Jóni Arnóri að dvelja í Dallas og æfa þar næstu vikur.

„Þetta verður svona mitt undirbúningstímabil í ár. Það er rólegt sem stendur í samningamálum, þannig að ég held mér í formi og um leið kem ég mér í betra stand hérna á meðan. Aðstaðan hér er eins góð og hún gerist. Þannig að ég er sáttur þó ég sakni fjölskyldunnar gríðarlega mikið,“ sagði Jón Arnór við <em>karfan.is.</em>

Jón Arnór var í viðtali í podcasti Kjarnans í síðustu viku, þar sem hann sagðist allt eins eiga von á því að hann semji ekki við neitt lið fyrr en í október, þegar flestar sterkustu deildir Evrópu eru farnar af stað og liðin byrja að gera breytingar á leikmannahópum sínum aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert