Keflavík skellti Stjörnunni í lokin

Valur Orri Valsson var atkvæðamikill fyrir Keflvíkinga í kvöld.
Valur Orri Valsson var atkvæðamikill fyrir Keflvíkinga í kvöld. mbl.is/Golli

Keflavík vann Stjörnuna í hörkuleik suður með sjó í lokaleik 2. umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld, 83:74. Keflavík hefur því unnið báða leiki sína á tímabilinu, gegn Skallagrími og Stjörnunni, en Stjarnan tapað báðum sínum því liðið lá á heimavelli gegn Tindastóli í 1. umferð.

Jafnt var á öllum tölum í Keflavík í kvöld alveg fram í fjórða leikhluta en þegar á reyndi voru Keflvíkingar sterkari. Þeir skoruðu 10 stig í röð og breyttu stöðunni úr 70:69 í 80:69 sér í vil, þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Stjarnan náði aldrei að koma tilbaka eftir það.

Stjarnan tók 13 sóknarfráköst í fyrri hálfleiknum en heimamönnum tókst að skrúfa fyrir það í seinni hálfleik og þá náðu gestirnir aðeins fjórum sóknarfráköstum.

Stjarnan var án Justins Shouse í kvöld vegna höfuðmeiðsla og munar um minna. Liðið var þó tveimur stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en hann var eign Keflvíkinga.

William Graves var stigahæstur hjá Keflavík með 23 stig og Damon Johnson setti niður 20. Valur Orri Valsson skoraði 16 og tók 8 fráköst. Hjá Stjörnunni átti Dagur Kár Jónsson stórleik og skoraði 29 stig en Marvin Valdimarsson og Jarrid Frye skoruðu 14 stig hvor. Alla tölfræði má sjá hér að neðan.

Keflavík - Stjarnan 83:74

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 20. október 2014.

Gangur leiksins: 8:6, 14:10, 19:12, 19:21, 33:21, 34:31, 37:33, 41:39, 45:39, 45:47, 50:53, 56:58, 61:61, 68:67, 77:69, 83:74.

Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Damon Johnson 20/4 fráköst, Valur Orri Valsson 16/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst, Reggie Dupree 3, Davíð Páll Hermannsson 2.

Fráköst: 20 í vörn, 14 í sókn.

Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 29/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/9 fráköst, Jarrid Frye 14/8 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Sæmundur Valdimarsson 5/7 fráköst, Ágúst Angantýsson 5/10 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 1.

Fráköst: 27 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert