NBA liðin með stóra strákinn í sigtinu

Robert Bobroczky, fyrir miðju, er 14 ára gamall og er …
Robert Bobroczky, fyrir miðju, er 14 ára gamall og er 2,26 metrar á hæð. Ljósmynd/heimasíða Stella Azzurra

Robert Bobroczky 14 ára gamall rúmenskur körfuknattleiksstrákur er nú orðinn eftirsóttur hjá liðum í bandarísku NBA-deildinni og hjá liðum á Spáni.

Strákurinn er engin smásmíði. Hann er 2,26 metrar á hæð og er enn að stækka og gæti endað í 2,35 metrum. Hann mun spila með ítalska liðinu Stella Azzurra í Róm á næsta tímabili en það gæti orðið stutt stopp því lið í NBA-deildinni hafa sýnt pilti áhuga.

„Ég vinn hörðum höndum að því að komast í NBA eða í gott félag í Evrópudeildinni,“ segir í viðtali við spænska blaðið Marca.

Foreldrar Bobroczky eru hávaxnir. Faðir hans, sem var atvinnumaður í körfubolta á árum áður er 2,17 metrar á hæð og móðir hans 1,90 metrar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert