Hrikti í stoðum KR

Björn Kristjánsson KR-ingur með boltann, Helgi Freyr Margeirsson og Hörður …
Björn Kristjánsson KR-ingur með boltann, Helgi Freyr Margeirsson og Hörður Helgi Hreiðarsson fylgjast með. mbl.is/Kristinn

Ég talaði um fyrir tímabilið að KR-ingar gætu verið sínir verstu óvinir í vetur og þegar Tindastóll kom í heimsókn til þeirra í gærkveldi grunaði mig ekki að þetta yrði sá leikur sem KR sýndi af sér veikleikamerki; Tindastóll hefur spilað vel í upphafi móts og því glapræði að áætla að KR-ingar myndu vanmeta liðið eða koma illa undirbúnir fyrir leikinn.

KR-ingar lentu hinsvegar í bullandi vandræðum og máttu prísa sig sæla að landa sigrinum eftir að hafa verið upp á náð og miskunn Stólanna komnir á lokamínútum venjulegs leiktíma. Eftir æsispennandi lokamínútur þurfti að framlengja leikinn og þá fór ekkert á milli mála hvaða lið skartaði breiðari hóp og KR sigraði nokkuð örugglega, 95:89.

Leikurinn var afar sveiflukenndur; Stólarnir byrjuðu illa og áttu svo sín áhlaup, en KR byrjaði aftur á móti afar vel og þurfti síðan að elta gestina lungann úr leiknum. Það má fullyrða að KR hafi vanmetið Stólana eftir að komast á þetta blússandi start og þurft svo að stoppa upp í þau göt allan leikinn eftir það.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert