Grindvíkingar geta þakkað Þórsurum sigurinn

Emil Karel Einarsson, Þór og Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík. Ljósmynd/Guðmundur …
Emil Karel Einarsson, Þór og Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ljósmynd/Guðmundur Karl

Grindavík tók á móti Þór Þorlákshöfn í Domino's-deild karla í gærkveldi. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir heimamenn, sem höfðu fram að leiknum tapað tveimur og unnið einn. Grindvíkingar hafa líklega skynjað mikilvægið því þeir byrjuðu mun betur en Þór og þrátt fyrir að hafa glutrað forystu fyrri hálfleiks niður í þriðja hluta náðu heimamenn að kreista sigur fram úr erminni, 90:85.

Fyrsti hluti var eign heimamanna; sóknarleikurinn góður, hreyfanleikinn fínn og vörnin í samræmi. Um og yfir 10 stiga munur var alltaf í fyrri hálfleik og stærstu mistök heimamanna á þessum kafla voru að klára ekki Þórsarana; þeirra leikur var sérlega dapur, á báðum endum vallarins, og hreint með ólíkindum að munurinn skyldi ekki vera meiri en 13 stig í hálfleik.

Þór kom svo með annað lið í seinni hálfleikinn; öll hollningin á liðinu var önnur og kom þetta heimamönnum alveg í opna skjöldu, sem og undirrituðum. En þetta er vissulega eitt einkenni Þórsliðsins; að liggja í dvala, vekja falska öryggiskennd og koma svo bakdyramegin og stela stigum. Þór var aðeins hársbreidd frá því að gera nákvæmlega þetta í gær.

Nánar er fjallað um leiki gærkvöldsins í Dominos-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert