Þór stóðst síðbúið áhlaup Skallagríms

Tómas Heiðar Tómasson skoraði 16 stig fyrir Þór í kvöld …
Tómas Heiðar Tómasson skoraði 16 stig fyrir Þór í kvöld og átti 5 stoðsendingar. mbl.is/Eva Björk

Þór Þorlákshöfn vann í kvöld tíu stiga sigur á Skallagrími, 100:90, í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Þór er því með átta stig í 3.-7. sæti en Skallagrímur er á botninum með aðeins tvö stig eftir sjö leiki.

Þórsarar höfðu yfirhöndina allan leikinn í dag og virtust ekki ætla að lenda í vandræðum með að innbyrða sigurinn. Þeir voru 15 stigum yfir fyrir lokafjórðunginn en í honum náðu gestirnir góðu áhlaupi og minnkuðu muninn í tvígang niður í þrjú stig. Nær komust þeir hins vegar ekki og Þór fagnaði sigri.

Nemanja Sovic var stigahæstur hjá Þór með 26 stig og tók auk þess 9 fráköst. Tracy Smith átti stórleik fyrir Skallagrím og skoraði 34 stig auk þess að taka 13 fráköst. Alla helstu tölfræði má sjá hér að neðan.

Þór Þ. - Skallagrímur 100:90

Icelandic Glacial höllin, Úrvalsdeild karla, 21. nóvember 2014.

Gangur leiksins: 9:2, 18:9, 25:13, 33:21, 34:23, 40:28, 47:34, 54:41, 63:45, 67:53, 70:59, 78:63, 80:68, 83:77, 88:81, 100:90.

Þór Þ.: Nemanja Sovic 26/9 fráköst, Vincent Sanford 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 16/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 11/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 10/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4/4 fráköst, Emil Karel Einarsson 4, Oddur Ólafsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 34/13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 25, Daði Berg Grétarsson 10/4 fráköst, Einar Ólafsson 9, Atli Aðalsteinsson 5, Davíð Ásgeirsson 4, Kristófer Gíslason 3/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 5 í sókn.

Dómarar: Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson, Jóhannes Páll Friðriksson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert