Háspenna í Staples Center

Marc Gasol er sjóðheitur með Memphis þessa dagana.
Marc Gasol er sjóðheitur með Memphis þessa dagana. AFP

Los Angeles Lakers varð í nótt að sætta sig við ellefta ósigurinn í fyrstu fjórtán leikjum sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik en nú stóð það afar tæpt í Staples Center því viðureign Lakers gegn Denver Nuggets var framlengd.

Staðan var 86:86 eftir venjulegan leiktíma en leikmenn Denver voru sterkari í framlengingunni og lokatölur urðu 101:94. Þetta er sjöundi sigur Denver á Lakers í röð og gamla stórveldið hefur ekki farið jafnilla gegn nokkru liði í meira en tvo áratugi.

Wilson Chandler skoraði 19 stig fyrir Denver og Ty Lawson skorað 18 og átti 16 stoðsendingar. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en hitti illa á lokakafla leiksins.

Marc Gasol var áfram heitur hjá Memphis Grizzlies og skoraði 30 stig og tók 12 fráköst í sigri á LA Clippers, 107:91. Annar þrjátíu stiga leikur Spánverjans í röð. Memphis er nú með bestan árangur allra liða í deildinni, 12 sigra í fyrstu 14 leikjunum.

Úrslitin í nótt:

Memphis - LA Clippers 107:91
Boston - Portland 88:94
Miami - Charlotte 94:93
Oklahoma City - Golden State 86:91
LA Lakers - Denver 94:101 eftir framlengingu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert