Ísland í flokki með Hollandi, Rússlandi og Eistlandi

Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska landsliðinu geta ekki …
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska landsliðinu geta ekki mætt Hollendingum, Eistlendingum eða Rússum í riðlakeppni EM. mbl.is/Golli

Körfuknattleikssamband Evrópu gaf í gær út hvernig þjóðunum 24 sem keppa á EM næsta haust hefur verið skipt niður í 6 styrkleikaflokka áður en dregið verður í riðla þann 8. desember næstkomandi.

Ísland er í fyrsta sinn með á mótinu og er í neðsta styrkleikaflokki ásamt Hollandi, Rússlandi og Eistlandi. Ísland getur því ekki mætt neinni af þessum þremur þjóðum í riðlakeppninni.

Evrópumótið fer fram í fjórum löndum en leikið verður í Zagreb í Króatíu, í Montpellier og Lille í Frakklandi, í Berlín í Þýskalandi, og í Riga í Lettlandi.

Flokkarnir eru sem hér segir:

1. flokkur
Frakkland
Litháen
Spánn
Króatía

2. flokkur
Slóvenía
Úkraína
Serbía
Finnland

3. flokkur
Grikkland
Tyrkland
Lettland
Bosnía

4. flokkur
Pólland
Belgía
Makedónía
Ítalía

5. flokkur
Þýskaland
Ísrael
Tékkland
Georgía

6. flokkur
Holland
Rússland
Ísland
Eistland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert