Ótrúlega stolt og ánægð

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014.
Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014. Ljósmynd/Ragnar Santos

Jón Arnór Stefánsson er annar körfuboltamaðurinn í sögunni sem krýndur er íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna en kjörið fór nú fram í 59. sinn. Kolbeinn Pálsson var sá fyrsti en hann hreppti titilinn árið 1966. Segja má að körfuboltinn hafi stolið senunni þegar kjörinu var lýst í Gullhömrum á laugardagskvöldið því karlalandsliðið í körfuknattleik var kjörið lið ársins og goðsögnin Pétur Guðmundsson var tekin inn í Heiðurshöll ÍSÍ.

„Körfuboltahreyfingin er í skýjunum og maður er varla kominn niður ennþá,“ sagði Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, við Morgunblaðið þegar leitað var eftir viðbrögðum hans eftir kjörið.

„Við vitum að þetta er fyrst og fremst sigur þeirra einstaklinga eins og Jóns Arnórs, að vera kjörinn íþróttamaður ársins, og Péturs inn í Heiðurshöllina. En þetta var kvöldið okkar í körfuboltahreyfingunni allri og við áttum sviðið. Allir sem að körfuboltanum koma samgleðjast,“ sagði Hannes.

Nánar er rætt við Hannes og fjallað um kjörið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert