Sex stiga forskot Hattar

Tobin Carberry hefur verið afar drjúgur fyrir Hött í vetur.
Tobin Carberry hefur verið afar drjúgur fyrir Hött í vetur. Richard Orr Sports

Höttur náði í gær sex stiga forskoti í 1. deild karla í körfuknattleik með því að sigra Breiðablik á Egilsstöðum, 88:72.

Liðin mætast aftur fyrir austan í dag klukkan 13 og þá geta Hattarmenn aukið forskot sitt í átta stig. Þeir eru nú með 24 stig eftir 14 leiki en FSu er með 18 stig eftir 13 leiki og Hamar 16 stig eftir 13 leiki. Eitt lið kemst beint upp í úrvalsdeildina en liðin spila þrefalda umferð, 21 leik á lið.

Tobin Carberry skoraði 34 stig fyrir Hött sem var sex stigum undir í hálflek en tölfræði leiksins er hér fyrir neðan:

Gangur leiksins: 0:6, 4:10, 8:20, 12:20, 17:27, 30:32, 31:34, 33:39, 43:43, 47:47, 58:50, 65:55, 68:59, 77:65, 81:65, 88:72.

Höttur: Tobin Carberry 34/6 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 17/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 13/7 fráköst, Vidar Orn Hafsteinsson 11, Ásmundur Hrafn Magnússon 5, Kristófer Sigurðsson 2, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2, Nökkvi Jarl Óskarsson 2, Sigmar Hákonarson 2.

Fráköst: 17 í vörn, 7 í sókn.

Breiðablik: Snorri Vignisson 17/8 fráköst, Breki Gylfason 14, Egill Vignisson 12/6 fráköst, Halldór Halldórsson 7/5 fráköst, Sigmar Logi Björnsson 7, Garðar Pálmi Bjarnason 5, Brynjar Karl Ævarsson 4, Hákon Már Bjarnason 4, Ásgeir Nikulásson 2.

Fráköst: 18 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hrafnkelsson, Sigurbaldur Frimannsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert