Chicago stöðvaði Golden State

Derrick Rose í baráttu við Stephen Curry.
Derrick Rose í baráttu við Stephen Curry. AFP

Eftir 19 sigurleiki í röð á heimavelli kom að því að Golden State varð að játa sig sigrað en Chicago fagnaði sigri í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt.

Chicago hafði betur, 113:111, í framlengdum leik. Derrick Rose fór mikinn í liði Chicago og skoraði 30 stig og þeir Joakim Noah og Pau Gasol voru með 18 stig hvor. Klay Thompson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig.

LA Lakers tapaði níunda leiknum í röð þegar liðið tók á móti Washington en lokatölur urðu, 98:92. John Wall skoraði 21 stig fyrir Washington en hjá Lakers var Wayne Ellington stigahæstur með 28 stig.

Úrslitin í nótt:

Golden State - Chicago 111:113
LA Lakerrs - Washington 92:98
Indiana - Toronto 91:104
Cleveland - Detroit 103:95
Miami - Milwaukee 102:109
Dallas - Memphis 90:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert