Eina tækifæri ævinnar?

Jón Arnór Stefánsson. Craig Pedersen.
Jón Arnór Stefánsson. Craig Pedersen. mbl.is/Golli

„Vonandi kemur þessi staða upp aftur, en kannski er þetta eina tækifærið sem þessir leikmenn fá alla sína ævi til að spila á EM,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfubolta, þegar hann settist niður með blaðamanni á dögunum í stuttri Íslandsför sinni.

Pedersen býr og starfar í Danmörku, sem þjálfari Svendborg, en síðustu 11 mánuði hefur íslenska landsliðið átt stóran hluta í lífi Kanadamannsins. Hann hefur það á afrekaskránni að hafa komið Íslandi í fyrsta sinn í lokakeppni EM, en vill sem minnst gera úr sínum þætti.

„Sumarið 2013 var mjög mikilvægt, þar sem liðið vann leiki sína við Rúmeníu og kom sér upp í 3. styrkleikaflokk. Við vorum líka svolítið heppnir að lenda í þriggja liða riðli með Bretlandi síðasta sumar, sem ég vissi strax að yrði hugsanlega án NBA-leikmanna sinna. Ef við hefðum lent í hinum þriggja liða riðlinum hefðum við verið með Ítalíu og Rússlandi, stórveldum í evrópskum körfubolta. Þetta var því blanda af heppni og frammistöðu, og algjört lykilatriði að hafa unnið Rúmena árið áður,“ sagði Pedersen. Hann segir hugarfarið í íslenska hópnum einnig lykilatriði – það sé raunar einstakt:

Sjá allt viðtalið við Pedersen í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert