Tvö æfingamót og leikir við Holland

Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Stefánsson, er öruggur um sæti í …
Íþróttamaður ársins, Jón Arnór Stefánsson, er öruggur um sæti í landsliðshópnum. mbl.is/Golli

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik keppir á tveimur æfingamótum í ágúst í aðdraganda Evrópumótsins, sem Ísland leikur á í fyrsta sinn í september.

Liðið hefur sumarið á keppni á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní, þar sem Ísland verður með sitt sterkasta lið svo fremi sem að Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson verði ekki enn í úrslitakeppni með sínu félagsliði.

Í byrjun ágúst mætir Ísland Hollandi í tveimur leikjum í Laugardalshöll. Liðið fer svo til Eistlands og mætir heimamönnum, Ísrael og einni þjóð til viðbótar á æfingamóti. Rétt fyrir EM leikur Ísland svo á móti í Póllandi gegn Pólverjum, Makedóníu- og Úkraínumönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert