Fögnuði frestað um eina viku

Brynjar Þór Björnsson og félagar hans í KR eru deildarmeistarar
Brynjar Þór Björnsson og félagar hans í KR eru deildarmeistarar Ómar Óskarsson

„Við höfðum ekki hugmynd um að við værum orðnir meistarar þegar leiknum lauk. Það var ekki fyrr en Páll Sævar [Guðjónsson] tilkynnti það í hátalarakerfinu að Tindastóll hefði tapað. Þetta kom skemmtilega á óvart,“ sagði Brynjar Þór Björnsson við Morgunblaðið í gærkvöld eftir að KR tryggði sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik, þó að enn séu þrjár umferðir eftir. KR hefur nú sex stiga forskot á Tindastól auk þess að hafa betur í innbyrðis viðureignum liðanna. Þar með er stór titill í höfn, fáeinum dögum eftir að bikarmeistaratitillinn rann KR úr greipum í Höllinni.

„Það var voðalega lítið fagnað. Menn voru ennþá að jafna sig eftir laugardaginn, en þetta var skemmtilegt engu að síður. Þetta er vanmetinn bikar á Íslandi, því hann er í raun sá erfiðasti að vinna,“ sagði Brynjar um deildarmeistaratitilinn. Hann segir ætlunina að fagna honum um helgina.

Nánar er rætt við Brynjar og fjallað um leiki gærkvöldsins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert