Þór rúllaði yfir bikarmeistarana

Tómas Heiðar Tómasson skoraði 25 stig í kvöld.
Tómas Heiðar Tómasson skoraði 25 stig í kvöld. mbl.is/Golli

Þór Þorlákshöfn kippti nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar rækilega niður á jörðina með stórsigri í Þorlákshöfn í kvöld, 111:79, í Dominos-deild karla í körfuknattleik. Keflvíkingar áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Fjölni að velli, 99:81.

Þór er eftir sigurinn í kvöld með 20 stig líkt og Grindavík í 6.-7. sæti, en þar fyrir ofan eru Haukar, Stjarnan og Njarðvík öll með 22 stig.

Þórsarar fóru illa með Stjörnuna strax í fyrsta leikhluta og skoruðu 27 stig gegn 13. Þeir settu svo upp skotsýningu í 2. og 3. leikhluta, skoruðu 32 og 35 stig, og hleyptu Stjörnunni aldrei nálægt sér. Staðan var 59:37 í hálfleik.

Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur Þórs með 25 stig en alls komust fimm leikmenn liðsins yfir 10 stig í leiknum. Justin Shouse og Marvin Valdimarsson skoruðu 15 stig hvor fyrir bikarmeistarana.

Keflavík komst í 25:15 í 1. leikhluta gegn Fjölni og var 11 stigum yfir í hálfleik. Munurinn var 19 stig fyrir lokaleikhlutann, 80:61. Davon Usher átti frábæran leik og skoraði 33 stig auk þess að taka 5 fráköst, en Damon Johnson kom næstur með 19 stig. Jonathan Mitchell skoraði 24 stig fyrir Fjölni.

Fjölnismenn eru því áfram í fallsæti með 8 stig en Keflavík er með 18 stig í 8. sæti.

---------------------------------------------------------

Þór Þ. - Stjarnan 111:79

Icelandic Glacial höllin, Úrvalsdeild karla, 27. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 6:2, 13:7, 19:9, 27:13, 33:16, 43:20, 52:28, 59:37, 67:46, 77:53, 86:60, 94:61, 101:67, 104:70, 106:73, 111:79.

Þór Þ.: Tómas Heiðar Tómasson 25, Emil Karel Einarsson 21, Grétar Ingi Erlendsson 20/9 fráköst, Darrin Govens 12, Nemanja Sovic 11/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 7/6 stoðsendingar, Jón Jökull Þráinsson 5, Oddur Ólafsson 5/4 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 2.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Stjarnan: Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Justin Shouse 15, Jeremy Martez Atkinson 14/6 fráköst, Dagur Kár Jónsson 12/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 10, Daði Lár Jónsson 5, Elías Orri Gíslason 4, Brynjar Magnús Friðriksson 2, Ágúst Angantýsson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson.

Keflavík - Fjölnir 99:81

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 27. febrúar 2015.

Gangur leiksins:: 7:3, 14:3, 21:11, 25:15, 31:21, 37:27, 44:33, 51:40, 56:46, 64:48, 73:51, 80:61, 85:67, 93:71, 97:74, 99:81.

Keflavík: Davon Usher 33/5 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 19/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Valur Orri Valsson 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Reggie Dupree 2, Andrés Kristleifsson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Fjölnir: Jonathan Mitchell 24/13 fráköst/3 varin skot, Danero Thomas 16/5 fráköst, Sindri Már Kárason 15/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4, Valur Sigurðsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1/4 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert