Grindavík skellti Hamri

Pálína Gunnlaugsdóttir
Pálína Gunnlaugsdóttir mbl.is/Ómar

Grindavík lagði Hamar 88:60 í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik i dag eftir að staðan í leikhléi hafði verið 46:27 fyrir heimakonur í Grindavík.

Grindavík náði forystunni strax í upphafi og hélt henni til loka og voru yfirburðir heimaliðsins talsverðir eins og tölurnar bera með sér. Grindavík í þriðja sæti deildarinnar en Hamar í því sjötta.

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 19/6 fráköst, Kristina King 18/6 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 16/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 8/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2.

Hamar: Sydnei Moss 21/8 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 14, Jenný Harðardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst/4 varin skot, Sóley Guðgeirsdóttir 6, Heiða B. Valdimarsdóttir 2, Vilborg Óttarsdóttir 2, Hafdís Ellertsdóttir 2/4 fráköst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert