Valur og Grindavík mætast í hreinum úrslitaleik

Snæfell með deildarmeistaratitilinn sem það fékk afhentan eftir sigurinn gegn …
Snæfell með deildarmeistaratitilinn sem það fékk afhentan eftir sigurinn gegn Hamri. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson.

Heil umferð fór fram í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik í dag en þetta var næst síðasta umferð deildarinnar.

Snæfell, Keflavík og Haukar eru komin í úrslitakeppnina en slagurinn um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni stendur á milli Grindavíkur og Vals. Grindavík steinlá fyrir Keflavík í dag en Valur hafði betur á móti Haukum. Valur og Grindavík eigast við í lokaumferðinni í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í úrslitakeppninni.

Breiðablik heldur enn í smá von um að halda sæti sínu í deildinni eftir sigur gegn KR á útivelli. Blikakonur verða hins vegar að leggja Íslands- og deildarmeistara Snæfells að velli í lokaumferðinni og stóla á að KR tapi fyrir fyrir Haukum,.

Úrslitin og tölfræðin úr leikjunum.

KR - Breiðablik 68:74

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. mars 2015.

Gangur leiksins:: 3:6, 9:14, 10:19, 12:21, 14:24, 16:24, 18:29, 26:33, 32:35, 36:42, 38:44, 44:44, 48:44, 54:51, 60:57, 62:62, 66:65, 68:74.

KR: Simone Jaqueline Holmes 27/4 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 21/6 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 12/6 fráköst/5 stolnir, Sólrún Sæmundsdóttir 4, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 3, Helga Einarsdóttir 1/11 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 8 í sókn.

Breiðablik: Arielle Wideman 28/10 fráköst/8 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/13 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 13, Kristbjörg Pálsdóttir 12/7 fráköst, Aníta Rún Árnadóttir 5, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Snæfell - Hamar 88:53

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 28. mars 2015.

Gangur leiksins:: 8:2, 15:10, 22:10, 26:13, 33:13, 37:13, 42:15, 44:19, 51:21, 56:23, 63:31, 66:33, 70:38, 76:42, 80:46, 88:53, 88:53, 88:53.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 25/12 fráköst/7 stolnir/4 varin skot, Gunnhildur Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/8 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 11/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 6, Silja Katrín Davíðsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 5/5 fráköst, María Björnsdóttir 4, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/5 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 2.

Fráköst: 36 í vörn, 17 í sókn.

Hamar: Heiða Björg Valdimarsdóttir 15/5 fráköst, Sydnei Moss 14, Þórunn Bjarnadóttir 11/5 fráköst, Sóley Gíslína Guðgeirsdóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 2/5 fráköst, Hafdís Ellertsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Hákon Hjartarson, Sigurbaldur Frimannsson.

Keflavík - Grindavík 82:54

TM höllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. mars 2015.

Gangur leiksins:: 3:0, 9:4, 17:11, 21:15, 31:15, 37:20, 41:24, 45:24, 49:29, 57:34, 61:36, 65:37, 69:42, 79:47, 80:50, 82:54, 82:54, 82:54.

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 22/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 15/10 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/8 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Sandra Lind Þrastardóttir 6/6 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Svanhvít Ósk Snorradóttir 2, Hallveig Jónsdóttir 1/6 fráköst.

Fráköst: 36 í vörn, 12 í sókn.

Grindavík: Kristina King 14/11 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/6 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 7, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/5 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Steinar Orri Sigurðsson, Georg Andersen.

Valur - Haukar 81:68

Vodafonehöllin, Úrvalsdeild kvenna, 28. mars 2015.

Gangur leiksins:: 4:3, 13:8, 17:13, 22:21, 28:24, 34:28, 38:34, 48:37, 54:41, 56:45, 59:51, 59:57, 65:64, 70:64, 75:66, 81:68, 81:68, 81:68.

Valur: Taleya Mayberry 26/7 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 22/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 13/9 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/9 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/11 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 16 í sókn.

Haukar: LeLe Hardy 24/21 fráköst/6 stoðsendingar, Guðrún Ósk Ámundadóttir 14, Dagbjört Samúelsdóttir 11, Auður Íris Ólafsdóttir 10, Þóra Kristín Jónsdóttir 9/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Halldor Geir Jensson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert