Snæfell í úrslitaeinvígið

Pálína Gunnlaugsdóttir með boltann og Kristen Denise McCarthy, Snæfelli reynir …
Pálína Gunnlaugsdóttir með boltann og Kristen Denise McCarthy, Snæfelli reynir að stöðva hana. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson.

Snæfell komst í kvöld í úrslit Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik með sigri á Grindavík í suður með sjó en lokatölur í einvíginu urðu 3:1. Snæfell mætir Keflavík í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn en Keflvíkingar slógu Hauka út í undanúrslitunum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Snæ­fell vann báða leikina í Stykk­is­hólmi 66:44 og 69:48 en í öðrum leikn­um í Grinda­vík hafði UMFG bet­ur 79:72. 

4. leikhluta lokið. Lokatölur: 56:71. Snæfell fer áfram.Þrátt fyrir ágætis baráttu þá voru Grindavík einfaldlega ekki að ná því að stoppa hraðar sóknarlotur Snæfell sem fyrr keyrðu hratt upp völlinn og voru hvað eftir annað búnar að stinga af Grindavíkurstúlkurnar. Þegar um 5 mínútur voru eftir var staðan, 47:61 Snæfell í vil og lítið í kortunum sem benti til annars en að þær færu með sigur.  Þegar um 2 mínútur voru til loka var þessum leik svo gott sem lokið. Snæfell sýndu engin merki að slaka klónni og leiddu með 15 stiga mun.  Svo fór að lokum að Snæfell sigraði 56:71 og mæta Keflavík í úrslitaeinvíginu. 

3. leikhluta lokið. Staðan er 40:53. Þriðji leikhlut hélst nokkuð jafn. Grindavík herti vörn sína til muna og framan af voru Snæfell í vandræðum með að skora og Grindavík náði að minnka muninn niður í einhver 5 stig. En Eva að þessu sinni var ekki lengi í paradís því Snæfell náðu góðu áhlaupi undir lok leikhlutans. Það sem verra var að Petrúnella Skúladóttir lykilleikmaður Grindvíkur fékk sína fjórðu villu og fór á tréverkið. Þunnur hópur Grindavíkur má ekki við slíku á svona stundum.  Það bara virtist vera einhver meiri kraftur í liði Snæfells  og þær leiddu með 13 stigum eftir þrjá leikhluta, 40:53.  Það þarf svo sem ekkert mikið til að ná niður þeim mun fyrir lokinn en Grindavík þarf tilfinnanlega að passa boltann betur í sóknum sínum og ná aftur upp þeirri stemmningu í vörninni sem þær hófu seinni hálfleik á. Ef Snæfell heldur áfram á sömu braut eru þær á leiðinni í úrslita einvígið. 

2. leikhluta lokið. Staðan er 23:34 fyrir Snæfell. Deildarmeistararnir fóru að spíta í lófana í öðrum leikhluta og fljótlega voru þær komnar í 10 stiga forskot, 11:21. Grindavík voru að spila illa í sínum sóknarleik og Snæfell keyrðu hratt á þær og skoruðu auðveldar körfur.  Hvað eftir annað voru Grindavík að kasta boltanum frá sér í sókninni og í raun að leika á hraða sem þær réðu ekki við. Það sem einnig er að hrjá þær Grindvísku er frákastabaráttan því undantekningalaust voru Snæfell að ná öðrum möguleik á sinni sókn eftir skot á körfuna. Snæfell hefur tekið 12 sóknarfráköst og það geta Grindavík ekki leyft.  Staðan í hálfleik, 23:34 gestina í vil. 

1. leikhluta lokið. Staðan er 11:10 Pálína Gunnlaugsdóttir sem skoraði ekki stig í seinasta leik hóf leikinn af krafti og skoraði fyrstu 2 stig kvöldsins.  Stigaskorun fór hinsvegar hægt af stað  hjá báðum liðum. Sóknirnar voru langar og hittni liða ekki góð. T.a.m höfðu deildarmeistarar Snæfell aðeins gert 4 stig þegar 8 mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan eftir fyrstu 10 mínútur leiksins standa þannig að heimastúlkur leiða með einu stigi, 11:10. Stigaskor þetta gefur til kynna um slaka hittni liðanna en samtals er þetta um 20% hjá báðum liðum hingað til. 

1. Leikurinn er hafinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert