Teitur skýtur á KR-inga

Staðan í einvígi Njarðvíkur og KR er jöfn, 2:2, og …
Staðan í einvígi Njarðvíkur og KR er jöfn, 2:2, og úrslitin ráðast því í oddaleik í kvöld. mbl.is/Golli

Spennan hreinlega kraumar fyrir oddaleik KR og Njarðvíkur sem fram fer í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld, í undanúrslitum karla í körfuknattleik.

Um er að ræða fyrsta oddaleik KR-inga frá því að þeir unnu Keflavík í undanúrslitum árið 2011. Njarðvík sló Stjörnuna út með sigri í oddaleik í 8-liða úrslitunum í ár.

Ýmsir hafa tjáð sig um leikinn á Twitter og þeirra á meðal er Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkurljónanna, sem sendi sín skilaboð með meðfylgjandi mynd af ljónum og svarthvítum sebrahesti.

Teiti var svarað um hæl og hér að neðan má sjá nokkur af þeim tístum sem birst hafa á Twitter í aðdraganda leiksins, sem hefst kl. 19.15 og er í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert