Toppsætið færist fjær Jóni Arnóri og félögum

Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson Ljósmynd/Unicaja B. Fotopress

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Málaga töpuðu í dag fyrir gömlu liðsfélögum hans í CAI Zaragoza 86:90 í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þessi úrslit gætu reynst þeim dýrkeypt því Real Madrid jók forystu á toppnum með öruggum sigri á Rio Natura Monbus, 76:85 þegar þrír leikir eru til stefnu.

Staðan var jöfn í hálfleik, 42:42, en Zaragoza-menn komu sterkir inn í þriðja leikhluta og tókst að halda forystunni út leikinn, þrátt fyrir góðan lokasprett Unicaja.

Jón Arnór spilaði 15 mínútur, átti 4 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Unicaja Málaga er enn sem áður í 2. sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert