Rétti tíminn til að flytja heim

„Þetta er að mínu mati rétti tíminn til þess að koma heima. Ég hef búið úti í átta ár og það var kominn tími til að flytja heima og vera nær fjölskyldu og vinum," sagði körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir, sem skrifaði í hádeginu undir samning við uppeldisfélag sitt, Hauka, til næstu tveggja ára.

Helena var í fjögur ár í háskóla í Bandaríkjunum og fór síðan til Slóvakíu og lék það körfuknattleik í tvö ár. Það lá leið hennar til Ungverjalands og loks til Póllands hvar hún lék með úrvalsdeildarliði á nýliðnum vetri.

Auk þess að leika með Haukum verður Helena í þjálfarateymi liðsins ásamt Ingvari Guðjónssyni og Andra Þór Kristinssyni. 

„Ég fann það eftir langa útiveru að ég þurfti á breytingum að halda," sagði Helena sem hefur ekki útilokað að halda einhverju sinni út í atvinnumennsku á nýjan leik. „Ég fór út þegar ég var 19 ára og nú er orðin 27 ára. Á þessum tíma hefur margt breyst og meðal annars langar mig að vera meira í nálægð við kærasta minn og fjölskyldu," segir Helena sem trúlofaðist kærasta sínum Finni Atla Magnússyni á dögunum

Helena segir ekki hafi annað komið til greina en að ganga til liðs við Hauka. „Ég er fædd inn í félagið og það er stór hluti af mínu lífi. Þar af leiðandi hefði verið erfitt að fara í annað félag."

Helena verður einn af þjálfurum liðsins. Hún segist vera spennt fyrir að prófa sig í því hlutverki samhliða að leika með liðinu. Helena segir Haukaliðið hafi náð góðum árangri á síðustu leiktíð og vissulega verði markið sett að gera betur á næsta keppnistímabili. „Við verðum bara að fara yfir hlutina með leikmönnum og þjálfurum."

Nánar er rætt við Helenu Sverrisdóttur á meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert