Sú besta rær á önnur mið

Lele Hardy í leik gegn Breiðablik í vetur.
Lele Hardy í leik gegn Breiðablik í vetur. mbl.is/Ómar.

Körfuknattleikskonan Lele Hardy verður að öllum líkindum ekki í herbúðum Hauka á næsta keppnistímabili. Þetta staðfesti Kjartan Freyr Ásmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Þegar ég kvaddi Lele á dögunum stefndi hugur hennar til þess að leika annars staðar en á Íslandi á næsta keppnistímabili,“ sagði Kjartan Freyr og bætti því við að það væri ekki í áætlunum Hauka að hafa bandarískan leikmann hjá liðinu á næsta keppnistímabili líkt og verið hefur undanfarin ár.

„Við stefnum á að kvennalið okkar verði án útlendings á næsta keppnistímabili, að minnsta kosti fram að áramótum. Við ætlum að leika á þeim leikmönnum sem við höfum og styrkja liðið eitthvað en ekki með útlendingi,“ segir Kjartan Freyr.

Hardy fór á kostum á þeim árum sem hún lék hér á landi, fyrst með Njarðvík og síðan hjá Haukum. Hún var oftar en ekki valin besti leikmaður Dominos-deildar kvenna. „Lele hefur tvímælalaust getu til þess að leika í sterkari deild en hér á landi,“ sagði Kjartan Freyr Ásmundsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert