Darrel Lewis verður áfram á Króknum

Darrel Lewis.
Darrel Lewis. Árni Sæberg

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Darrel K. Lewis hafa komist að samkomulagi um að Lewis verði áfram í herbúðum Tindastóls á næsta keppnistímabili. Kemur þetta fram á Facebook-síðu deildarinnar í dag.

Þar segir meðal annars:

Eru þetta frábærar fréttir fyrir félagið sem ætlar sér stóra hluti á næstkomandi tímabili. Lewis þarf ekkert að kynna fyrir landsmönnum enda hefur hann sýnt það í verkum undanfarin ár að þar er á ferðinni einn besti leikmaður Domino's deildarinnar.

Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur. Stjórn kkd lýsir yfir mikilli ánægju með að Lewis verði áfram í Skagafirðinum enda mikill höfðingi þar á ferð jafnt innan vallar sem utan. Áfram Tindastóll

Lewis átti stóran þátt í velgengni Tindastóls á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór alla leið í úrslit Íslandsmótsins en tapaði þar 3:1 fyrir KR.

Skagfirðingar ætla sér stóra hluti á næsta tímabili og tefla fram svipuðu liði í haust. Þjálfaraskipti hafa þó orðið eins og komið hefur fram. Spánverjinn Israel Martin er tekinn við Bakken Bears í Danmörku en við starfi hans tekur Finninn Pieti Poikola sem einnig þjálfar danska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert