Sækist eftir fyrsta titli Cleveland í hálfa öld

LeBron James leikmaðurinn frábæri í liði Cleveland.
LeBron James leikmaðurinn frábæri í liði Cleveland. AFP

Það mun örugglega brjótast út langþráður fögnuður hjá stuðningsfólki Oakland eða Cleveland þegar lið þeirra loksins vinnur meistaratitilinn í NBA-deildinni á næstu dögum.

Atvinnulið frá Cleveland hafa ekki unnið meistaratitil í einni af fjórum stærstu atvinnudeildunum síðan 1964 og Golden State Warriors hefur ekki unnið NBA-titilinn síðan 1976.

Meistaratitillinn væri því kærkominn fyrir langþjáða stuðningseðjóta þessara liða.

Það er margt að hafa í huga í viðureignum Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors fyrir utan langþjáðan stuðningshóp

Þessi lið eiga skilið að vera í lokaúrslitunum. Cleveland var sýnilega besta liðið í Austurdeildinni, þrátt fyrir að Atlanta Hawks hefði unnið fleiri leiki í deildakeppninni, og Golden State hefur verið besta lið deildarinnar allt keppnistímabilið. Bæði þessi lið áttu í litlum erfiðleikum með andstæðinga sína í undanúrslitunum og mæta því á góðum dampi inn í þessi úrslit.

Hjá Cleveland mun mikið velta á því hversu heill bakvörðurinn Kyrie Irving kemur til leiks. Hann meiddist á hné nýlega og í síðasta leiknum gegn Atlanta var augljóst að hann gekk ekki heill til skógar. Ef hann getur nú beitt sér af fullu eftir átta daga hvíld verður keppni liðanna eflaust spennandi. Nái hann hins vegar ekki að beita sér að fullu munu bakverðir Golden State taka yfir leiki liðanna. Að sögn fréttafólks sem fylgdist grannt með æfingum liðsins fyrr í vikunni var útlitið frekar slæmt fyrir Irving.

Sjá ítarlega umfjöllun um úrslitaeinvígið í NBA-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert