Gasol-bræður mæta Íslandi

Pau Gasol og Marc Gasol í landsliðsbúningi Spánverja.
Pau Gasol og Marc Gasol í landsliðsbúningi Spánverja. AFP

Sergio Scariolo, þjálfari spænska karlalandsliðsins í körfuknattleik, tilkynnti í kvöld 17 manna hóp fyrir lokaundirbúninginn áður en úrslitakeppni Evrópumótsins hefst 5. september. Spánverjar eru þar í riðli í Berlín með Íslendingum sem eru í lokakeppni EM í fyrsta skipti.

Fremstir í flokki hjá Spánverjum eru Gasol-bræðurnir, Pau Gasol sem leikur með Chicago Bulls og Marc Gasol, sem leikur með Memphis Grizzlies í NBA-deildinni.

Tveir aðrir í hópi Spánverja koma frá NBA-liðum en það eru Nikola Mirotic frá Chicago Bulls og Willy Hernangómez sem er nýliði hjá New York Knicks. Hinir leika nær allir með spænskum liðum.

Ísland mætir Spáni í fjórða leik af fimm í riðlakeppninni í Berlín 9. september, en mætir áður Þýskalandi, Ítalíu og Serbíu, og endar á að mæta Tyrklandi.

Spánverjar fengu bronsverðlaun á síðasta Evrópumóti, árið 2013, en urðu Evrópumeistarar í næstu tvö skipti þar á undan.

Hópur Spánverja er annars þannig skipaður:

Felipe Reyes, Real Madrid
Rudy Fernández, Real Madrid
Pau Gasol, Chicago Bulls
Marc Gasol, Memphis Grizzlies
Víctor Claver, Khimki
Sergio Llull, Real Madrid
Sergio Rodríguez, Real Madrid
Fernando San Emeterio, Laboral Kutxa
Pablo Aguilar, Valencia
Alex Abrines, Barcelona
Dani Díez, Gipuzkoa
Pau Ribas, Valencia
Xavi Rabaseda, Estudiantes
Quino Colom, Bilbao
Guillem Vives, Valencia
Nikola Mirotic, Chicago Bulls
Willy Hernangómez, New York Knicks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert