Þátttaka KR í Evrópukeppni í uppnámi?

KR-ingar fagna sigri í Íslandsmótinu í körfubolta í lok apríl.
KR-ingar fagna sigri í Íslandsmótinu í körfubolta í lok apríl. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Blikur eru á lofti um að þátttaka Íslandsmeistara KR í Evrópukeppninni í körfuknattleik sé í uppnámi.

Ekkert íslenskt félag hefur tekið þátt í Evrópukeppni síðan KR gerði það árið 2007, en haft var eftir Böðvari Guðjónssyni, varaformanni körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í síðustu viku að KR ætlaði að taka þátt í ár.

Þann 30. júní gaf Evrópska körfuknattleikssambandinu, FIBA Europe, það út að nýrri keppni yrði komið á fót í vetur þar sem 64 félög víðs vegar að úr álfunni gætu tekið þátt. Keppt yrði í sextán fjögurra liða riðlum sem hæfist í september þar sem efstu tvö liðin kæmust svo áfram í 32ja liða riðlakeppni. Þaðan kæmust efstu tvö liðin úr átta riðlum áfram í útsláttarkeppni.

Fyrirkomulaginu breytt

Í tilkynningu frá FIBA Europe sem send var til fjölmiðla í gærkvöldi, daginn áður en dregið er í riðlakeppnina, hefur fyrirkomulaginu hins vegar verið breytt. Í stað sextán riðla verða þeir fjórtán þar sem efstu tvö liðin komast áfram eins og áður var nefnt, að viðbættum þeim fjórum liðum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti.

Samkvæmt tilkynningunni hefur liðunum því verið fækkað og eru 56 félög talin upp í stað 64 eins og fyrst sagði. Af þessum 56 liðum var ekkert íslenskt félagslið talið upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert