Ísland vann Líbanon örugglega

Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Helgi Pálsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Íslenska landsliðið í körfuknattleik vann Líbanon, 96:75, í fyrsta landsleik þjóðanna á æfingamóti í Póllandi í kvöld.

Íslendingar voru sex stigum undir í hálfleik en sneri blaðinu svo sannarlega við í seinni hálfleik og vann þriðja leikhlutann 40:10. Ísland hélt áfram að leika vel í fjórða leikhluta og tryggði sér sigur.

Martin Hermannsson var stigahæstur Íslendinga með 24 stig en Haukur Helgi Pálsson fylgdi honum fast á hæla með 23 stig. 

Lokaleikur íslenska landsliðsins á æfingamótinu í Póllandi fer fram á morgun en þá mætir liðið Belgíu klukkan 13:30. Liðið heldur síðan til Berlínar á mánudaginn og hefur lokaundirbúninginn fyrir EM í körfuknattleik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert