„Þjóðverjar hafa stúderað leikkerfin“

Jón Arnór Stefánsson í landsleik gegn Hollandi í sumar. Landsliðsþjálfarinn …
Jón Arnór Stefánsson í landsleik gegn Hollandi í sumar. Landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen fylgist með. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Craig Pedersen, landsliðsþjálfari í körfuknattleik, segist fyrst og fremst gera þær kröfur til leikmanna sinna að þeir leggi sig alla fram hverja einustu sekúndu sem leikir Íslands standa yfir í lokakeppni EM.

„Ég ætlast til þess að menn berjist af fullum krafti hverja einustu sekúndu í hverjum einasta leik. Um leið vonast ég auðvitað eftir því að okkur takist að spila vel og sýna góða frammistöðu. Við verðum svo að sjá hverju það skilar okkur.

Eins og nærri má geta vonumst við eftir sigri í leikjum en við getum engu að síður sýnt góða frammistöðu þó að hún skili ekki sigri. Við spilum á móti þremur af fimm sterkustu landsliðum heims og fimm af átta bestu í Evrópu. Andstæðingar okkar eru því mjög góð lið eins og allir vita og eitt af markmiðum okkar er að sýna góða leiki,“ sagði Pedersen í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í gær.

 Sjá viðtalið við Pedersen í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert