Þór mætir Stjörnunni í úrslitum eftir háspennu

Justin Shouse skoraði 24 stig í kvöld.
Justin Shouse skoraði 24 stig í kvöld. mbl.is/Golli

Þór Þorlákshöfn sló Hauka út í æsispennandi undanúrslitaleik í Lengjubikar karla í körfuknattleik í kvöld, 83:82. Þór mætir Stjörnunni í úrslitaleiknum á morgun en Stjarnan vann FSu, 91:81, fyrr í kvöld.

Leikur Þórs og Hauka var hnífjafn og spennandi nánast allan tímann. Finnur Atli Magnússon minnkaði muninn í eitt stig þegar enn var mínúta og 14 sekúndur eftir, en nær komust Haukar ekki þrátt fyrir að tækifæri til þess. Kári Jónsson átti síðustu tilraunina, þriggja stiga skot í lokin, en hann varð stigahæstur hjá Haukum með 21 stig. Vance Hall var stigahæstur Þórs með 28 stig og hann tók einnig 8 fráköst.

Stjarnan var öruggari með sinn sigur gegn FSu, nýliðunum í Dominosdeildinni. Stjarnan var 11 stigum yfir í hálfleik og 10 stigum yfir þegar lokafjórðungurinn hófst. Munurinn varð aldrei minni en níu stig í honum.

Justin Shouse var stigahæstur hjá Stjörnunni með 24 stig og Christopher Anderson skoraði 24 fyrir FSu, en alla helstu tölfræði úr leikjunum má sjá hér að neðan.

Þór Þ. - Haukar 83:82

Iða, Fyrirtækjabikar karla, 02. október 2015.

Gangur leiksins: 8:5, 15:7, 21:14, 26:22, 30:26, 37:28, 40:34, 48:40, 52:49, 59:59, 62:63, 70:68, 72:71, 77:76, 81:80, 83:82.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 28/8 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 19/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 14/8 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 10/4 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 4/8 fráköst, Emil Karel Einarsson 4, Hraunar Karl Guðmundsson 2, Davíð Arnar Ágústsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Haukar: Kári Jónsson 21/4 fráköst/5 stoðsendingar, Stephen Michael Madison 19/18 fráköst, Finnur Atli Magnússon 15/4 fráköst, Haukur Óskarsson 10/5 fráköst, Kristinn Marinósson 6, Emil Barja 5/6 fráköst, Guðni Heiðar Valentínusson 4, Hjálmar Stefánsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 20 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jón Guðmundsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

FSu - Stjarnan 81:91

Iða, Fyrirtækjabikar karla, 02. október 2015.

Gangur leiksins: 9:5, 12:12, 17:20, 25:31, 27:35, 29:38, 31:42, 39:50, 43:53, 52:59, 53:64, 59:69, 61:71, 70:83, 76:88, 81:91.

FSu: Christopher Anderson 24/8 fráköst, Ari Gylfason 21/5 stoðsendingar, Hlynur Hreinsson 10, Birkir Víðisson 8, Cristopher Caird 6/9 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 6, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/4 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 16 í sókn.

Stjarnan: Justin Shouse 24/5 fráköst, Al'lonzo Coleman 19/12 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 17/4 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 14, Tómas Þórður Hilmarsson 6/8 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 4, Kristinn Ólafsson 3, Sæmundur Valdimarsson 2/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 2.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Björgvin Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert