Njarðvík vann í framlengingu - Keflavík með fullt hús stiga

Maciej Baginski, eða Magic eins og hann er kallaður, sækir …
Maciej Baginski, eða Magic eins og hann er kallaður, sækir að körfu Tindastóls í Njarðvík í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík er enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir af Dominos-deild karla í körfuknattleik, eftir sigur á Snæfelli í hörkuleik í Stykkishólmi í kvöld, 96:87. Njarðvík vann Tindastól í framlengdum spennuleik, 82:73.

Tindastóll skoraði aðeins 24 stig í fyrri hálfleiknum en var þó ekki nema sjö stigum undir, 33:24, að honum loknum. Skotnýtingin var ekki upp á marga fiska og til að mynda fór enginn af 11 þristum Stólanna niður, en þrír af 14 hjá Njarðvík, áður en hálfleiksflautið gall.

Tindastóll vann upp forskot heimamanna í 3. leikhluta og var yfir að honum loknum, 50:47. Fjórði leikhluti var jafn og spennandi, og á endanum þurfti að framlengja eftir að Helgi Rafn Viggósson setti niður tvö stig og jafnaði leikinn, 64:64, hálfri mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma. Í framlengingunni voru Njarðvíkingar betri og komu í veg fyrir enn meiri dramatík, unnu leikinn og hafa þar með unnið þrjá af fimm leikjum sínum en Tindastóll tvo.

Keflavík hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik gegn Snæfelli, en munurinn varð þó aldrei meiri en tíu stig. Staðan að honum loknum var 56:48.

Leikurinn var í járnum allan seinni hálfleikinn, og Keflavík var aðeins þremur stigum yfir þegar lokafjórðungurinn hófst, 73:70. Staðan var jöfn, 83:83, þegar tvær mínútur voru eftir en Guðmundur Jónsson setti þá niður mikilvægan þrist. Valur Orri Valsson nýtti bæði vítaskot sín og Guðmundur tvö til viðbótar, og staðan var orðin 92:85 þegar enn var rúm mínúta eftir. Snæfellingar náðu ekki að saxa nægilega vel á þetta forskot og leikurinn fjaraði smám saman út, eftir hörkurimmu þar sem Sherrod Wright skoraði 39 stig fyrir heimamenn.

Njarðvík - Tindastóll 82:73

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 05. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 6:4, 10:10, 13:14, 17:16, 22:16, 24:16, 28:22, 33:24, 33:27, 37:34, 44:44, 47:50, 49:54, 55:58, 60:62, 64:64, 71:67, 82:73.

Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 19/6 fráköst, Marquise Simmons 18/21 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13/6 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 6/6 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 5, Ólafur Helgi Jónsson 5, Hjalti Friðriksson 2.

Fráköst: 39 í vörn, 11 í sókn.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 23/14 fráköst/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 16/9 fráköst/6 stoðsendingar/3 varin skot, Jerome Hill 14/11 fráköst, Darrell Flake 8, Pétur Rúnar Birgisson 7, Viðar Ágústsson 2, Hannes Ingi Másson 2/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 1.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn. 

Snæfell - Keflavík 87:96

Stykkishólmur, Úrvalsdeild karla, 05. nóvember 2015.

Gangur leiksins:: 7:8, 9:15, 15:23, 23:29, 31:41, 34:43, 41:48, 48:56, 53:61, 56:66, 66:66, 70:73, 75:78, 80:81, 82:85, 87:96, 87:96, 87:96.

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 39/9 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 11, Viktor Marínó Alexandersson 10, Stefán Karel Torfason 7/11 fráköst/3 varin skot, Óli Ragnar Alexandersson 3/5 stoðsendingar, Jóhann Kristófer Sævarsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Keflavík: Earl Brown Jr. 29/19 fráköst, Guðmundur Jónsson 21/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/5 fráköst, Magnús Már Traustason 10, Valur Orri Valsson 6/5 fráköst/9 stoðsendingar, Reggie Dupree 6, Ágúst Orrason 5, Davíð Páll Hermannsson 5, Andrés Kristleifsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert