Höttur og ÍR fengu skell

Vance Michael Hall gerði 27 stig í kvöld.
Vance Michael Hall gerði 27 stig í kvöld. mbl.is/Eva Björk

Tveimur leikjum var að ljúka í Dominos-deild karla í körfuknattleik en Höttur tapaði 85:50 fyrir KR á meðan Þór Þorlákshöfn sigraði ÍR 107:64. Höttur er enn án sigurs.

KR-ingar leiddu gegn Hetti allan leikinn. KR vann alla leikhluta leiksins en staðan var 27:13 KR í vil eftir fyrsta leikhluta. KR vann svo annan leikhluta 19:19 og svo þriðja 19:11. Lokatölur leiksins voru 85:50.

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var stigahæstur KR-inga með 18 stig en stigahæstur í Hetti var Tobin Carberry með 19 stig. Darri Hilmarsson hjá KR var með 17 stig og Michael Craion með 15 stig og þá var Ægir Þór Steinarsson með 13 stig.

Höttur er enn án sigurs eftir fyrstu fimm leikina á meðan KR er með fjóra sigra í fimm leikjum.

Þór Þorlákshöfn sigraði þá ÍR 107:64 í kvöld. Það var svipað upp á teningnum í þessum leik en heimamenn leiddu allan leikinn. Þór vann alla leikhluta og það nokkuð örugglega en Vance Michael Hall var stigahæstur í liðinu með 27 stig. Oddur Rúnar Kristjánsson hjá ÍR kom næstur með 19 stig. Þorsteinn Már Ragnarsson hjá Þór var þá með 15 stig líkt og Vilhjálmur Theodór Jónsson í ÍR.

ÍR er með tvo sigra úr fyrstu fimm leikjunum en Þór er með þrjá sigra.

Þór Þorlákshöfn 107:64 ÍR

Gangur leiksins: 8:6, 15:6, 19:9, 21:12, 25:16, 32:18, 41:18, 42:26, 49:28, 57:31, 64:40, 72:44, 79:50, 90:55, 93:60, 107:64.

Þór Þ.: Vance Michael Hall 27/9 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Arnar Ágústsson 17/4 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 15, Halldór Garðar Hermannsson 11, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 10/12 fráköst, Emil Karel Einarsson 9/4 fráköst/9 stoðsendingar, Magnús Breki Þórðason 5, Jón Jökull Þráinsson 5, Ragnar Örn Bragason 4/5 stoðsendingar, Baldur Þór Ragnarsson 2, Hraunar Karl Guðmundsson 2.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

ÍR: Oddur Rúnar Kristjánsson 19, Vilhjálmur Theodór Jónsson 15/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 8, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 8/6 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 5, Daníel Freyr Friðriksson 5, Hákon Örn Hjálmarsson 2, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 2/7 fráköst.

Fráköst: 18 í vörn, 7 í sókn.

Höttur 50:85 KR

Gangur leiksins: 6:7, 10:15, 11:19, 13:27, 15:31, 15:38, 19:41, 22:46, 24:50, 26:52, 28:61, 33:63, 38:69, 41:73, 46:76, 50:85.

Höttur: Tobin Carberry 19/10 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 7/9 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 6/8 fráköst, Hallmar Hallsson 6, Hreinn Gunnar Birgisson 5, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Helgi Björn Einarsson 2/5 fráköst, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2.

Fráköst: 25 í vörn, 14 í sókn.

KR: Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 18, Darri Hilmarsson 17/4 fráköst, Michael Craion 15/18 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 13/7 fráköst/6 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 8, Björn Kristjánsson 8/4 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 4/4 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 15 í sókn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert