Sögulegt tap Philadelphia 76ers

James Harden, Houston Rockets, í baráttu um boltann við Hollis …
James Harden, Houston Rockets, í baráttu um boltann við Hollis Thompson and Jerami Grant, Philadelphia 76ers í leik liðann í nótt. AFP
Bandaríska körfuknattleiksliðið Philadelphia 76ers sló nýliðna nótt heldur vafasamt met í bandarískri íþróttasögu. Með tveggja stiga tapi sínu gegn Houston Rockets varð liðið fyrsta atvinnumannalið Bandaríkjanna til þess að tapa 27 leikjum í röð.

Philadelphia 76ers er án sigurs í fyrstu sautján leikjum þessa tímabils og við það bætast töp í síðustu tíu leikjum síðastliðins keppnistímabils. James Harden skoraði 50 stig fyrir Houston og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að ná þeim áfanga þrisvar.

Golden State Warriors heldur áfram að bæta met sitt í fjölda sigurleikja í upphafi tímabils í nótt. Liðið skoraði 135 stig gegn 116 stigum Phoenix Suns. Stephen Curry skoraði 41 stig fyrir gestina sem hafa nú unnið fyrstu 17 leiki tímabilsins.

Úrslit annarra leikja í nótt var á þessa leið:

Charlotte Hornets 90-95 Cleveland Cavaliers
Orlando Magic 114-90 Milwaukee Bucks
Boston Celtics 111-78 Washington Wizards
NY Knicks 78-97 Miami Heat
Indiana Paceers 104-92 Chicago Bulls
Memphis Grizzlies 101-116 Atlanta Hawks
Oklahoma City Thunder 103-87 Detroit Pistons
Denver Nuggets 80-91 San Antonio Spurs
Sacramento Kings 91-101 Minnesota Timberwolves
LA Clippers 111-90 New Orleans Pelicans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert