Trúi því að við séum enn besta lið landsins

Helena Sverrisdóttir sækir að vörn Snæfells í Stykkishólmi í kvöld.
Helena Sverrisdóttir sækir að vörn Snæfells í Stykkishólmi í kvöld. Ljósmynd/Eyþór Benediktsson

„Það var ekkert stórt að gerast í okkar leik. Hólmararnir [Snæfell] voru að spila vel og við erum eins og önnur lið sem töpum þegar við mætum ofjörlum okkar sem við gerðum í dag,“ sagði Andri Kristinsson, þjálfari Hauka, eftir tapið gegn Snæfelli í toppslag Dominos-deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld.

„Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum; að fara í alvöru leiki og fá spennu í þetta. Ég veit að okkar landsliðsleikmenn eru kannski ekki uppá það besta en þær spiluðu ágætlega í dag þrátt fyrir það. Það á ekki að vera þannig að við þurfum þær til að skila 40 stigum í hverjum leik en ég hef trú á því að við förum að velta við nokkrum steinum sem sem var þörf á að velta við og trúi því að við séum enn besta lið landsins. Við sjáum svo bara hvort við getum ekki lagað nokkra hluti til að verða enn betri,“ sagði Andri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert