Toronto lagði Orlando í London

Victor Oladipo í leiknum gegn Orlando í kvöld.
Victor Oladipo í leiknum gegn Orlando í kvöld. AFP

Toronto Raptors vann 25. leik sinn í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld er það sigraði Orlando Magic 106:103 eftir framlengingu en leikið var í O2-Arena í London.

Toronto stjórnaði leiknum fyrsta leikhlutann en eftir hann var staðan 31:18. Orlando svaraði í öðrum leikhluta og vann hann með sex stigum en staðan í hálfleik var 61:54 Toronto í vil.

Orlando vann svo þriðja leikhluta 19:16 og tókst svo að knýja fram framlengingu með því að jafna undir lok fjórða leikhluta.

Toronto tókst þrátt fyrir það að klára þetta í framlengingunni og lokatölur því 106:103. Victor Oladipo úr Magic var stigahæstur með 27 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. 

Kyle Lowry var atkvæðamestur hjá Toronto með 24 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar. Evan Fournier úr Magic var svo með 21 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar.

Eins og áður kom fram er þetta 25. sigur Toronto í deildinni í ár en liðið leikur í austur-deildinni og er með næst flesta sigra á eftir Cleveland Cavaliers. Orlando er með 20 sigra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert