Tryggvi Snær nálægt þrennunni

Tryggvi Snær Hlinason til varnar gegn Michael Craion.
Tryggvi Snær Hlinason til varnar gegn Michael Craion. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór frá Akureyri heldur uppteknum hætti í 1. deild karla í körfuknattleik en liðið vann öruggan sigur á liði KFÍ þegar þau mættust fyrir norðan í dag.

Þórsarar höfðu undirtökin frá fyrstu mínútu og voru yfir í hálfleik, 46:34. Bilið jókst eftir hlé þar sem Þórsarar létu kné fylgja kviði og þegar flautað var til leiksloka munaði 32 stigum á liðunum, lokatölur 97:65.

Andrew Jay Lehman var stigahæstur hjá Þór með 22 stig en næstur kom hinn ungi og efnilegi Tryggvi Snær Hlinason. Hann skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og var með 9 varin skot og var því aðeins einu slíku frá því að ná þrennu í leiknum. Hjá KFÍ skoraði Bebojsa Knezevic 23 stig og var atkvæðamestur.

Þór og Fjölnir eru efst og jöfn með átján stig en KFÍ er í þriðja neðsta sæti með fjögur stig eftir tíu leiki.

Þór Ak. - KFÍ 97:65

Höllin Ak, 1. deild karla, 16. janúar 2016.

Gangur leiksins:: 5:2, 14:8, 20:14, 28:14, 33:20, 38:24, 42:26, 46:34, 59:39, 62:43, 69:47, 78:49, 80:53, 83:55, 90:58, 97:65.

Þór Ak.: Andrew Jay Lehman 22/6 stoðsendingar, Tryggvi Snær Hlinason 19/14 fráköst/9 varin skot, Danero Thomas 17/12 fráköst, Einar Ómar Eyjólfsson 11, Elías Kristjánsson 8, Ragnar Helgi Friðriksson 8/10 stoðsendingar, Sindri Davíðsson 7/4 fráköst, Sturla Elvarsson 3, Svavar Sigurður Sigurðarson 2.

Fráköst: 30 í vörn, 9 í sókn.

KFÍ: Nebojsa Knezevic 23/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 14/8 fráköst, Pance Ilievski 6, Jóhann Jakob Friðriksson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 5/4 fráköst, Helgi Hrafn Ólafsson 4, Florijan Jovanov 3, Daníel Freyr Friðriksson 2, Daníel Þór Midgley 2.

Fráköst: 15 í vörn, 9 í sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert