KR lenti í miklum vandræðum með Hött

Magnús Már Traustason setur tvö stig fyrir Keflavík gegn Snæfelli …
Magnús Már Traustason setur tvö stig fyrir Keflavík gegn Snæfelli í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

KR sigraði Hött, 87:78, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík sigraði Snæfell á sama tíma, 131:112, og eru því KR og Keflavík áfram samstíga í efstu tveimur sætum deildarinnar. Höttur er áfram í neðsta sæti með 2 stig og Snæfell er í 7. sæti með 14 stig.

Gestirnir frá Egilsstöðum byrjuðu betur í Vesturbænum í kvöld og voru fjórum stigum yfir að loknum fyrri hálfleik, 41:37. KR-ingar spýttu í lófana í síðari hálfleik og lönduðu að lokum frekar öruggum níu stiga sigri, lokastaðan 87:78.

Það vekur talsverða athygli að Höttur skoraði fleiri stig í þremur leikhlutum af fjórum. KR-ingar unnu hins vegar þriðja leikhluta með 17 stiga mun og það réði úrslitum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur Íslandsmeistaranna með 21 stig en Tobin Carberry var stigahæstur gestanna frá Egilsstöðum með 33 stig.

Þór Þ. sigraði ÍR, 80:75, í Breiðholtinu en þeim leik var lýst hér. Eftir leikinn eru Þórsarar áfram í 4. sætinu, nú með 20 stig en ÍR er í 10. sæti með jafnmörg stig.

Keflavík sigraði Snæfell í Keflavík, 131:112 í leik þar sem varnarleikur var aukaatriði. Já liðin hér í kvöld verða seint sökuð um að spila ekki prýðis sóknarleik. Í það minnsta var sigri Keflavíkur aldrei ógnað hér í kvöld. Þeir skoruðu stig sín nánast að vild á meðan Snæfellsvörnin svaf værum blundi hér í 40 mínútur.  Keflvíkingar settu stigamet með þessum 131 stigum sem þeir skoruðu hér í kvöld en fyrir kvöldið hafði lið mest skorað 110 stig í leik. 

Úrslit kvöldsins:

KR - Höttur 87:78
Keflavík - Snæfell 131:112
ÍR - Þór Þ. 75:80

KR - Höttur 87:78

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 04. febrúar 2016.

Gangur leiksins:: 2:6, 8:15, 11:17, 22:23, 24:25, 29:32, 35:36, 37:41, 46:41, 52:48, 61:51, 72:59, 74:65, 76:70, 78:72, 87:78.

KR: Brynjar Þór Björnsson 24, Michael Craion 21/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 14, Darri Hilmarsson 8, Björn Kristjánsson 8/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 6, Pavel Ermolinskij 4/12 fráköst/7 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 7 í sókn.

Höttur: Tobin Carberry 33/11 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 16/9 fráköst/3 varin skot, Hreinn Gunnar Birgisson 13/5 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigmar Hákonarson 3, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 2.

Fráköst: 24 í vörn, 11 í sókn.

Keflavík - Snæfell 131:112

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 04. febrúar 2016.

Gangur leiksins:: 6:4, 13:9, 25:16, 32:23, 42:33, 51:37, 59:51, 71:60, 74:68, 86:73, 92:82, 102:87, 116:90, 119:95, 124:106, 131:112.

Keflavík: Valur Orri Valsson 27/4 fráköst/14 stoðsendingar, Jerome Hill 22/11 fráköst/8 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 20, Reggie Dupree 14/6 fráköst, Magnús Már Traustason 14, Ágúst Orrason 9, Andrés Kristleifsson 8, Guðmundur Jónsson 7/5 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 5, Andri Daníelsson 5.

Fráköst: 23 í vörn, 13 í sókn.

Snæfell: Sherrod Nigel Wright 33/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 28, Sigurður Á. Þorvaldsson 23/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/10 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 6, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 3, Ólafur Torfason 2/5 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

40. Leikjum kvöldsins er lokið. KR-ingar sigruðu baráttuglaða Hattar-menn að lokum, 87:78. Keflavík hafði betur í stigaregni í Keflavík og Þór sigraði ÍR í Breiðholtinu.

30. Þriðja leikhluta er lokið og í Vesturbænum hafa KR-ingar heldur betur spýtt í lófana. Staðan fyrir lokaleikhlutann er 72:59 fyrir KR, sem vann leikhlutann með 17 stiga mun. KR-ingar byrjuðu og enduðu leikhlutann af miklum krafti en Finnur, þjálfari þeirra, hefur eflaust látið leikmenn sína heyra það að loknum fyrri hálfleik.

Keflavík:

Staðan að loknum þremur leikhlutum er 105:87 fyrir Keflavík. Snæfell komu sprækari til seinn hálfleiks og minnkuðu muninn niður í 3 stig á 2 mínútum án þess að Keflavík svöruðu fyrir sig.  Keflvíkingar voru hinsvegar fljótir að koma sér í þessa 10 stiga forystu sem þeir höfðu náð sér í í fyrri hálfleik og hún hélst að mestu til loka leikhlutans. Margir kynnu að halda þegar þeir sjá þessar tölur að leik sé lokið en svo er ekki. Varnartilburðir beggja liða eru bara ekki meiri en þetta í kvöld. Tilþrif kvöldsins eru nú þegar komin þegar Magnús Þór Gunnarsson setti niður flautu körfu í lok leikhlutans. Þetta var svona Larry Bird style þar sem að hann skaut setti fingurinn uppí loft og boltinn söng í netinu. 

20. Fyrri hálfleik er lokið og Höttur er ennþá yfir gegn Íslandsmeisturum KR. Staðan að loknum fyrri hálfleik er 41:37 fyrir Hött. Einhver værukærð virðist einkenna meistarana en Höttur heldur áfram þar sem frá var horfið í síðasta leik en þá tapaði liðið naumlega gegn Keflavík. Stigahæstur KR-inga er Brynjar Þór Björnsson en hann er með 10 stig. Í liði Hattar er Tobin Carberry stigahæstur með 18 stig. Fáum við óvænt úrslit eða ná KR-ingar að rétta sinn hlut í síðari hálfleik?

Keflavík:

Staðan að loknum fyrri hálfleik er 71:60 fyrir Keflavík gegn Snæfelli. Enn og aftur má setja spurningamerki við varnarleik gestana hér í kvöld. 71 stig frá heimamönnum segja þá sögu til enda og allt stefnir í að heimamenn setji 140 stig í kvöld.  En að því sögðu þá er varnarleikur heimamanna ekki beint vatnsþéttur því gestirnir hafa skorað 60 stig og liður manni eins og í léttum Stjörnuleik þar sem tilþrif beggja liða ræður ferðinni. Ruslið sem að Tindastólsmenn hentu í vikunni er svo sannarlega ekkert rusl. Jerome Hill stefnir í þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Keflavík en hann lítur mjög vel út og er að spila vel fyrir sinn nýja klúbb.  Það verður fróðlegt að sjá hvort áframhald verði á þessum æðisgegna sóknarbolta í seinni hálfleik eða hvort þjálfara liðana vilji fara að sjá aðeins meiri hörku varnarmegin.

16. Gestirnir eru enn með undirtökin gegn meisturum KR en staðan er 36:35 fyrir Hött. Keflvíkingar halda Snæfelli í hæfilegri fjarlægð, staðan þar er 48:37 fyrir Keflavík.

10. Fyrsta leikhluta er lokið og staðan í Vesturbænum er heldur óvænt. Þar hefur botnliðið haft yfirhöndina en staðan er 23:22 fyrir Hött. Gestirnir byrjuðu leikinn mun betur og komumst meðal annars í 15:8 en Vesturbæingar hafa náð áttum og leikurinn jafnaðist eftir góða byrjun austanpilta. Athygli vekur að Michael Craion, sem var valinn besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmótsins, er ekki kominn með stig í leiknum. 

Keflavík:

Staðan að loknum fyrsta leikhluta er 32:23 fyrir Keflavík. Hún er fremur róleg stemmningin hér í Keflavík. Leikurinn er eftir því og Keflvíkingar hafa verið ívið sterkari þó gegn sprækum gestum sínum úr Stykkishólmi. Jafnræði var með á liðunum þangað til að Reggie Dupree og Valur Orri settu niður 9 stig í röð fyrir þá heimamenn í Keflavík og komu þeim í það forskot sem þeir leiða með eftir 10 mínútur. Ný erlendur leikmaður Keflvíkinga, Jerome Hill er að komast ágætlega frá sínu í sínum fyrsta leik og hefur þegar sett niður 10 stig. Það er fyrst og fremst slakur varnarleikur gestana sem veldur því að þeir leiða hér eftir fyrsta leikhluta en Keflvíkingar rúlla kerfi sín í gegn og virðast alltaf ná að enda með auðveldri körfu. 

0. Þá eru leikir kvöldsins byrjaðir!

Michael Craion og félagar hans í KR sigruðu Hött í …
Michael Craion og félagar hans í KR sigruðu Hött í kvöld. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert