Stjarnan náði í tvö stig til Þorlákshafnar

Vance Michael Hall er með 25 stig að meðaltali í …
Vance Michael Hall er með 25 stig að meðaltali í leik í vetur. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þór Þ. og Stjarnan áttust við í Dominos-deild karla í körfuknattleik í Þorlákshöfn í kvöld. Garðbæingar höfðu betur og unnu sjö stiga sigur 94:87. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is

Leik lokið! 87:94

14sek - Tómas Þórður bætir í muninn... 87:94

19sek - Tómas Heiðar á línuna og staðan 87:93

23sek - Heimamenn náðu boltanum, brunuðu upp og Hall tapar boltanum... núna eiga Stjörnumenn boltann með eina skotklukku eftir og ljóst að leikurinn er þeirra nema eitthvað stórkostlegt gerist! Veðja gegn slíkri uppákomu, hvað þá kraftaverki... 87:91

32sek - Stjörnumenn klikka og Hall skorar! 87:91

1:11 - Magnús Bjarki setur þrist fyrir gestina! Þetta er í mínum huga sigurkarfa leikins... á erfitt með að sjá hvernig heimamenn koma sér aftur inní þetta, og hvað þá að klára leikinn! Sé það ekki, til þess er Stjarnan of sterk.... 85:91 - En aldrei að segja aldrei, nema þá kannski núna...

1:30 - Coleman skorar aftur og heimamenn hitta ekki í næstu sókn... klaufaleg sókn hjá þeim! 83:88

2:05 - Vance Hall sækir villu! Vel gert... hann hafði skorað í sókninni á undan og ætlar sér að leiða sitt lið eins langt og hann getur... þetta er ennþá leikur en heimamenn hafa verið að elta lengi núna og þurfa að vera mjög skynsamir... 83:86

2:40 - Raggi Nat skorar en Tómas Þórður fær vítaskot! Varnarleikur heimamanna er að mér finnst ekki nægilega öflugur til að klára leikinn og menn virðist nokkuð þreyttir í sókninni... 79:86

3:23 - Hall klikkar úr opnum þristi! 77:84

3:37 - Svakaleg barátta hérna! Núna verða heimamenn að skora... 77:84

4:44 - Hall skorar! Þetta er hinsvegar ekki nægilega öflugur sóknarleikur hjá heimamönnum... Vörnin verður að byrja áhlaup heimamanna ef það a´að vera eitthvað... 74:82

5:42 - Coleman með þrist!!! Stjörnumenn eingangra bara Coleman með Ragga Nat á sér og hann fer á sinn mann, einfalt... 72:80 og allt útlit núna fyrir að Stjörnumenn séu að loka þessu með glerhörðum sóknarleik, sem hefst uppúr góðri vörn og getuleysi heimamanna að setja opnu skotin sín niður... menn eru orðnir þreyttir og eru að gefa allt í þessa viðureign.  

6:53 - Arnþór að frá sína fjórðu villu! Fer ekki útaf samt.... 70:75

7:30 - Coleman hefur skorað að vild... með 36 stig pilturinn! Stjörnumenn eru að ná aftur forystunni í leiknum... 70:75

9:08 - Davíð Arnar með þrist og staðan 70:71

3.hluti allur! 67:69 - Frábær kafli heimamanna hefur skilað þeim aftur inní leikinn á besta mögulega tíma í leiknum! Vance Hall frábær og að vakna til lífs... Vandræðagangur í sókn Stjörnunnar undir það síðasta er rót vandans en leikmenn hættu að spila boltanum og tóku þvi léleg skot... þetta er aftur orðinn leikur...

1:16 - Baldur skorar aftur fyrir heimamenn! Coleman svarar með þrist! Svona er munurinn á liðinum í kvöld... Stjörnumenn eru beittari... 59:69 

2:39 - Coleman að skora aftur! Þórsara eiga ekki svör við sóknarleik Stjörnunnar og sérlega fá við varnarleik gestanna! ÞEtta lítur ekki vel út fyrir heimamenn en þeir geta alltaf skotið sig inní leikinn en vandamálið við það er að það er ekki víst að slíkt dugi því yfirburðir gestanna eru slíkir... 57:66

3:50 - Baldur Þór skorar og minnkar muninn en Ágúst skorar, fær villu og setur vítið! 55:61

4:38 - Grétar skoraði og Þór stoppar Stjörnuna í næstu sókn! Nú er gráupplagt tækifæri fyrir heimamenn! 53:58

5:27 - Ekkert að gerast nema að bæði lið eru að missa boltann eða taka léleg skot... smá "stalemate" í gangi núna... 51:58

6:12 - Halldór Garðar setur þrist og leikinn á annan endannnnnnnnn.... Stúkan komin í spilið og kannski að heimamenn nái þeirri rispu núna sem þeir þurfa til þess að komast aftur inní leikinn... Allt á suðupunkti hérna! 51:58

7:07 - Stjörnuvörnin er sterk og sóknin flugbeitt með Coleman á eldi! Hefur skorað 26 stig og Þór ræður ekkert við hann, þrátt fyrir besta miðherjaparið í deildinni, sem eru Grétar og Ragnar! 46:58

8:04 - Vance Hall setti þrist til að hleypa heimamönnum aftur inní þennan leik en Tómas Þórður fékk einnig á sig óíþróttamannslega villu... Staðan núna, eftir frábæra byrjuna gestanna á hálfleiknum, 46:55

Hálfleikur! Bæði liðin eru alveg klár í þennan slag, hingað til. Stjörnumenn hafa mætt hérna með frábært hugarfar og baráttu sem hefur skilað þeim forystunni. Vörnin frábær á köflum og sóknin með mun betra móti en oft áður... Shouse hefur ekki spilað mikið en liðið verið geggjað á báðum endum vallarins. Þór mætti vel í leikinn; stemingin góð og leikgleðin eins og hún á að sér í þessu liði. Hinsvegar, þá runnu á menn tvær grímur því varnarleikur Stjörnunnar var sterkur og Þórsarar í vandræðum og fóru að kenna öðrum en sjálfum sér um. Þessu breyttu leikmenn hinsvegar en hafa samt ekki náð þeim tökum sem liðið þarf til þess að stjórna leiknum. Gestirnir sjá um það þessar mínútur og ljóst eftir flautukörfuna frá Coleman - sem hitti frá hinum enda vallarins undir lok háflleiks - að þetta gæti orðið erfiður róður fyrir heimamenn. Varnarleikur þeirra þarf að snarbatna og fleiri en Hall og Grétar að láta af sér kveða í sókninni! Stjarnan lítur vel út núna og fróðlegt að sjá hvort Justin Shouse spili meira?

30sek - Hall setur víti og lagar þetta...41:46

1:06 - 38:44 - Eins og ég sagði áðan þá er erfitt að sjá muninn á liðinum nema í nokkrar mínútur í senn... núna hafa heimamenn náð góðum kafla en Arnþór smellir þrist á þá sem endurstrikar bara hversu jafnt þetta er allt saman... Óneitanlega líta Stjörnumenn betur út síðustu mínútur en ljóst að heimamenn eru aldrei langt undan og brotna ekki auðveldlega. Varnarleikur heimamanna þarf hinsvegar að snarbatna milli hálfleika ef ekki á illa að fara því að gestirnir eru að spila frábæran sóknarbolta hérna og Coleman er sjóðheitur, sem og Tómas Heiðar! Magnaður leikur!

2:45 - Þessi rispa endar með þrist frá Coleman!!! Risastórt kvikindi þarna á ferð! Heimamenn hafa verið klaufalegir í sókninni og ekki nægilega ákveðnir og sterkir í sínum aðgerðum... En það er samt dapur varnarleikur sem hefur kostað þá þennan mun, 35:41, sem er á liðinum  núna.... menn á hælunum og engin hjálparvörn... 

3:00 - Stjörnumenn með flotta rispu á meðan ekkert gengur hjá heimamönnum... 35:38

4:30 - Tómas Heiðar með annan þrist! Núna er alveg útilokað að sjá hvort liðið er sterkara... það er limbó-ástand og gríðarlega mikilvægar mínútur að fara í hönd... 33:32

6:20 - Aftur skorar Grétar! Þórsarar komnir með hausinn í leikinn en ná ekki að stoppa þristinn frá Tómasi Heiðar... 31:27

8:20 - Grétar smellir þrist! kappinn kominn með 9 stig af bekknum! Stjarnan svarar og Hall nær loks að hitta undir körfunni... 24:22

8:30 - Þórsarar virðast átta sig á þeim aðstæðum sem þeir voru komnir útí og núna spila þeir fastar sjálfir og ætla ekki að vera eftirbátar í þeirri deild... 19:19

Justin Shouse slaðaðist eftir að hafa dottið á járnstykkið sem heldur upp einu auglýsingaspjaldinu! Hvernig endar þessi leikur spyr ég bara? 

1.hluti allur! 17:17 - Jæja, það er annað að gerast núna... Stjörnumenn hafa náð tökum á leiknum og Þórsarar eru orðnir þrætugjarnir vegna líkamlegs varnarleiks gestanna... Gleðin sem einkenndi lið Þórs er farinn og þeir þurfa að átta sig á aðstæðum ef ekki á illa að fara... Þeir eru að mæta frábærri varnarvél og Stjörnumenn eru mjög einbeittir í þvi sem þeir eru að gera og ljóst að þeir hafa tekið völdin á vellinum... Svakalegur leikur í uppsiglingu hérna

27sek - Starnan ræðst upp að körfunni og Sæmundur skorar úr vítaskotum... Allt annar bragur á liðinum núna miðað við fyrstu 5 mínúturnar... 15:17

1:20 - Varnarleikur Stjörnunnar herðist bara... Magnús Bjarki spilar fantavörn á Hall, sem er að ströggla að komast þangað sem hann ætlar... 15:16

2:30 - Coleman skorar og kominn með 9 - Stjörnumenn eru að herða tökin og hafa þaggað niður í látum og ákefð heimamanna um stund... 11:16

3:20 - Ákefð og orka heimamanna er áberandi meiri... en reynsla og stóísk ró gestanna heldur í við spilamennskuna sem ákefð heimamanna getur af sér... Varnarleikur gestanna er traustur og núna var Arnþór að smella þrist fyrir þá! 11:14

5:30 - Emil Karel setur þrist og Þórsarar ná boltanum aftur... Þetta er alveg hörkuleikur þar sem allir leikmenn eru að gefa allt sitt... það verður ekkert skilið eftir á gólfinu í kvöld, svo mikið er víst! 9:7

6:22 - Raggi fær aðra villu sína... ekki góð tíðindi fyrir heimamenn. Hann fer útaf... 6:7

7:40 - Greinilega skipun frá Hrafni að láta Coleman fara á Ragga Nat. Það hefur gengið í bæði skiptin í kvöld...Raggi gerir slíkt hið sama á hinum endanum en Tómas Þórður ræður ekki við hann... 6:5 

9:26 - Vance Hall með frábæra sendingu á Þorstein sem skorar... 2:0

Leikur hafinn! 

Byrjunarlið Þórs: Ragnar Nat, Vance Hall, Halldór Garðar, Þorsteinn Már og Emil Karel. Stjörnunnar: Justin Shouse, Alonzo Coleman, Tómas Heiðar, Tómas Þórður og Arnþór Freyr.

19:36 - 3mín í leik!  Þór státar af einu besta sóknarliði landins, sem mætir einu því allra besta. Þór getur komist yfir Stjörnuna í kvöld, því það sigraði Stjörnuna með 10 stigum fyrr í vetur. Stjarnan verður því að reyna sitt allra besta í kvöld til þess að brúa það bil með stórum sigri til þess að eiga innbyrðisviðureignina. Þetta er því vægast sagt stór leikur fyrir liðin því ég fullyrði að slíkur reikningur kemur til skjalana þegar uppi er staðið milli þessara liða. 

19:22 - Nú verða Stjörnumenn án Marvins Valdimarssonar og þess vegna er gríðarlega mikilvægt fyrir leikmennina sem koma inn af bekknum að standa sína pligt. Bekkurinn er ekki djúpur en menn eins og Ágúst Angantýsson, Sæmundur Valdimarsson og Magnús Guðmundsson þurfa að eiga góðan leik til að styrkja 5-manna liðið. Liðsheild sem Stjarnan þarf í leiknum hefur sést vel í mótherjum þeirra hérna í kvöld í undanförnum leikjum. Þórsarar hafa komist vel frá sínu án þess að einstaka leikmenn hafi haft of hátt, sbr. Vance Hall gegn ÍR. Núna ríður á að liðið nái að skapa sömu liðsheild og baráttu því það liggur ljóst fyrir að Stjarnan í þeim hefndarham sem þeir eru klárlega í núna er ekki ÍR-liðið, töluvert langt frá því! Núna eru 10 mínútur þar til leikur hefst!

19:11 - Nú eru tæpar 20 mínútur í leik. 

19:09 - Vonum að meiðsli Jóns dómarar séu ekki alvarleg. Það er von á frábærum leik hérna í kvöld, burtséð frá seinkunn. Stjörnumenn biðu afhroð í Grindavík í síðasta leik og ljóst að þeir munu leggja ofuráherslu á að rétta úr sókninni sinni, sem átti engin svör við líkamlega sterkri og ákafri vörn Grindavíkur. Þórsarar eru hinsvegar á heimavelli og hafa gríðarlega beitta sókn sjálfir, sem þeir munu leggja af þunga á eina bestu vörn landsins, sem Stjörnuliðið er. Þórsarar þurfa góðan leik hérna og helst sigur til að byggja sjálfstraustið upp fyrir bikarleikinn næstu helgi við KR. Það er auðvelt að velta svona fyrir sér en það er líka hægt að færa rök fyrir að ósigur og illa spilaður leikur væri góður liðinu fyrir bikarúrslitin; maður þarf bara að bíða eftir úrslitaleiknum til að fá slík rök í fangið. Málið er auðvitað þannig að menn vilja alltaf vinna og gera vel, sérstaklega á heimavelli og ég er handviss að hvorugt liðið hérna í kvöld mun slaka eitthvað á. 

18:55 - Jæja, það verður seinkun á þessum leik þar sem þriðjungur dómara leiksins slaðaðist hérna fyrir utan Glacier-höllina! Jón Guðmundsson, sem átti að dæma, datt fyrir utan og lenti illa á bakinu og treystir sér ekki til frekari starfa í kvöld. Leifur Garðarson er því á leið og er væntanlegur eftir um 15-20mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert