Vorum slakir í varnarleiknum

Guðmundur Jónsson, bakvörður Keflvíkinga, var að vonum ósáttur með tap sinna manna gegn Grindavík í 17. umferð Domino's deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Guðmundur kenndi slökum varnarleik sinna manna um hvernig fór og að liðið þyrfti svo sannarlega að taka sig saman í andlitinu á þeim enda vallarins. 

Guðmundur vildi ekki skella skuldinni á skipti Keflvíkinga á bandaríska leikmanninum sínum og sagði það ljóst að það hafi verið rétt ákvörðun og að nýi leikmaðurinn, Jerome Hill, væri betri leikmaður.

Viðtalið í heild sinni má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert