Bikarinn í Vesturbæinn

KR og Þór Þorlákshöfn mættust í úrslitaleik Powerade-bikarsins í körfuknattleik karla í Laugardalshöllinni í dag. KR tryggði sér þar sinn 11. bikarmeistaratitil með 95:79 sigri, en Þór Þorlákshöfn sem hefði getað brotið blað í sögu félagsins með sigri. 

Lokatölur í leiknum urðu 95:79 fyrir KR eftir jafnan og spennandi leik.

Helgi Már Magnússon var stigahæstur í liði KR með 26 stig, en þetta var að öllum líkindum síðasti bikarúrslitaleikur Helga Más. Vance Hall var aftur á móti stórkostlegur í liði Þórs, en hann skoraði 34 stig í leiknum.  

40. Leik lokið með sigri KR sem tryggir sér þar af leiðandi sinn 11. bikarmeistaratitil. Lokatölur í leiknum urðu 95:79 KR í vil. 

39. KR - Þór 86:70. KR er að sigla sigrinum í land og það þarf mikið að gerast til þess að bikarinn renni úr greipum þeirra. Einar Árni Jóhannsson fær tæknivillu og KR eykur muninn enn frekar. 

37. KR - Þór 80:68. Þórsarar ná ágætis áhlaupi og minnka muninn. KR-ingar hins vegar enn með þægilegt forskot. Ragnar Nat fær sína fimmtu villu og hefur lokið leik í dag. Craion skorar og fær vítaskot að auki sem hann setur niður. 

34. KR - Þór 71:58. Gríðarlega hraður leikur og margt að gerast. Þórsarar eru enn inni í leiknum og geta vel náð áhlaupi og snúið taflinu við. 

32. KR - Þór 70:56 Raggi Nat hvetur stuðningsmenn sína til dáða og Græni drekinn tekur vel við sér. Sá stuðningur dugar hins vegar ekki til. KR heldur áfram að bæta við forskotið og bikarinn er á leiðinni í Vesturbæinn,  

30. Þriðja leikhluta er lokið. KR - Þór 63:54. KR eykur muninn eftir leikhléið og útlitið er svart fyrir Þór. Þeir hafa hins vegar áður komið til baka í leiknum og eru til alls vísir. Vance Hall er kominn með fjórar villur sem er mikið áhyggjuefni fyrir Þór. Darri er með sama villufjölda hjá KR. 

27. KR - Þór 58:50. Góður sprettur hjá KR og Þór tekur leikhlé. Helgi Már sem er stigahæstur í liði KR með 19 skoraði fimm stig í röð og Brynjar Þór lokaði kaflanum með þriggja stiga körfu. 

24. KR - Þór 46:43. Helgi Már fær þrjú vítaskot og setur þau öll niður og kemur KR yfir aftur. KR vinnur síðan boltann í næstu sókn Þórs. Craion fær hins vegar dæmda á sig sóknarvillu og Þór fær boltann aftur.  

22. KR - Þór 43:43. Darri fer á vítalínuna fyrir KR og jafnar metin. Raggi Nat tekur sitt þrettánda frákast hinum megin, en sókn Þórs rennur út í sandinn. helgi Már skorar þriggja stiga körfu hinum megin og kemur KR þremur stigum yfir. Þórsarar svara í sömu mynt. 

20. Hálfleikur. KR - Þór 39:40. Liðin hafa skipst á að hafa forystuna og allt útlit fyrir mikla spenna í síðari hálfleiknum. Vance Hall er stigahæstur í liði Þórs með 15 stig. Ægir Þór og Helgi Már hafa verið atkvæðamestir í liði KR með átta stig hvor. 

18. KR - Þór 34:33. KR nær forystunni á nýjan leik og Þorsteinn Már minnkar siðan muninn í eitt stig með vítaskoti. 

15. KR - Þór 27:31. Frábær kafli Þórs sem minna muninn í eitt stig og KR tekur leikhlé. Vance Hall heldur áfram að salla niður stigum og kemur Þór tveimur stigum yfir með þriggja stiga körfu. Ragnar eykur muninn í fjögur stig með sniðskoti . 

13. KR - Þór 27:21. Ragnar Örn skorar tvö stig fyrir Þór, en Helgi Már svarar með þriggja stiga körfu. Grétar síðan með sniðskot efitr laglega sókn Þórs, en Snorri svarar jafn harðan fyrir KR.  

10. Fyrsta leikhluta er lokið. KR - Þór 22:15. Vance Hall hefur verið frábær í liði Þórs og er kominn með 10 stig. Þórsarar þurfa hins vegar meira framlag frá öðrum leikmönnum liðsin. Stigaskorið hefur dreifst meira í liði KR. Hörkuleikur og allt útlit fyrir mikla spennu. Þórsrar full bráðir á sér og hafa brotið oft klaufalega af sér og KR fékk mörg stig af vítalínunni.  

6. KR - Þór 10:9. Ægir Þór svarar með þriggja stiga körfu hinum megin og kemur KR yfir. Darri bætir um betur með tveggja stiga körfu. Grétar minnkar muninn fyrir Þór með sniðskoti. Vance Hall byrjar leikinn mjög vel og kemur Þór aftur yfir. Brynjar Þór stelur boltanum og fær tvo víti sem hann setur bæði niður. 

3. KR - Þór 3:5. Darri setur niður þriggja stiga körfu og opnar leikinn. Vance Hall svarar hinum megin með tveggja stiga körfu. Taugaspenna í báðum liðum og skotin rata ekki rétta leið. Vance Hall er hins vegar pollrólegur og setur niður þriggja stiga körfu.   

1. Leikurinn er hafinn í Laugardalshöllinni. 

0. Byrjunarlið KR: Brynjar Þór (f), Ægir ÞórPavel, Helgi Már, Craion og Darri. 

0. Byrjunarlið Þórs: GrétarRagnar, Þorsteinn Már, Vance Hall og Halldór Garðar. 

0. Dómarar leiksins eru Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Davíð Kristján Hreiðarsson. 

0. KR situr á toppi Domino's deidlar karla í körfuknattleik með 28 á meðan Þór Þorlákshöfn hefur 20 stig í fimmta sæti deildarinnar. Slík tölfræði skiptir hins vegar engu máli þegar komið er út í bikarúrslitaleik. 

0. KR hefur tíu sinnum orðið bikarmeistari í körfuknattleik karla, en Þór Þorlákshöfn er hins vegar í bikarúrslitum í fyrsta skipti í sögu félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert