„Titill sem okkur langar til vinna“

Gunnhildur Gunnarsdóttir.
Gunnhildur Gunnarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

,,Þetta er titill sem okkur langar virkilega til að vinna,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir bakvörðurinn reyndi og fyrirliði Íslandsmeistara Snæfells við mbl.is en Gunnhildur verður án efa í stóru hlutverki í bikarúrslitaleiknum á móti Grindavík í dag.
 
,,Snæfell hefur aldrei unnið bikarinn í kvennaflokki og það er löngu orðið tímabært að ná honum í hús. Við eru hins vegar að fara að mæta góðu liði sem er ríkjandi bikarmeistari.

Við búum okkur undir hörkuleik og eins og gefur að skilja erum við mjög spenntar að taka þátt í þessum frábæra úrslitaleik,“ sagði Gunnhildur en þetta er í þriðja sinn sem Snæfell leikur til úrslita. Liðið tapaði fyrir Njarðvík 2012 og Haukum tveimur árum síðar.
 
,,Við erum með gott lið en Grindavík er það líka svo ég held að það séu allar líkur á að þetta verði jafn og spennandi úrslitaleikur. Grindavíkurliðið var óheppið varðandi meiðsli í haust en eftir áramótin hefur liðið komið sterkt til leiks og við vitum að við þurfum að ná fram toppleik til að vinna,“ sagði Gunnhildur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert