Ægir hafði hægt um sig og Huesca tapaði

Ægir Þór Steinarsson í leik með KR fyrr í vetur.
Ægir Þór Steinarsson í leik með KR fyrr í vetur. mbl.is/Eggert

Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í spænska liðinu Hu­esca töpuðu fyrir Oviedo á heimavelli, 85:76, í þriðja leik liðanna í umspili átta liða um sæti í ACB-deild­inni í spænska körfuboltanum.

Staðan í einvígi liðanna er 2:1 fyrir Huesca en bera þarf sig­ur úr být­um í þrem­ur leikj­um til þess að kom­ast áfram í undanúr­slit um­spils­ins, en sig­urliðið í um­spil­inu fer upp í efstu deild. 

Ægir skoraði sex stig, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 24 mínútum í kvöld. Huesca hafði yfirhöndina lengst af í kvöld en slæmur lokaleikhluti varð liðinu að valli. Gestirnir frá Oviedo unnu síðasta fjórðunginn, 34:22, og tryggðu sér þar með lífsnauðsynlegan sigur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert