Siglir til Vesturheims með titla í koffortinu

Helgi Már Magnússon sækir að körfu Grindvíkinga.
Helgi Már Magnússon sækir að körfu Grindvíkinga. mbl.is/Ómar Óskarsson

Helga Má Magnússyni tókst að ljúka keppnisferli sínum með því að verða Íslands-, deildar- og bikarmeistari með KR í vetur. Hann er að flytjast búferlum með fjölskyldu sinni til Washington-borgar og lætur af þeim sökum staðar numið í körfuboltanum.

„Ég sá fyrir mér að ég myndi spila til fertugs ef ég á að segja eins og er. Skrokkurinn er í mjög góðu standi því mér leið ótrúlega vel í úrslitakeppninni og þá er álagið mest. Ég myndi ekki hætta ef ég væri ekki að flytja. Þá væri ég að fara að reyna við fjórða í röð. Þetta er svo gaman, maður. Ég held að ég gæti ekki hætt þessu ef ég yrði hér á Íslandi. Á meðan maður leggur eitthvað af mörkum. Meðan mér líður þannig að liðið sé betra með mig innanborðs mun ég alltaf spila,“ sagði Helgi þegar Morgunblaðið tók púlsinn á honum í gær.

Daginn áður hafði KR unnið Hauka í þriðja skiptið og þar með úrslitarimmuna um titilinn 3:1. Helgi getur ekki neitað því að síðasta tímabil hans þróaðist út í handrit sem hann hefði allt eins getað skrifað fyrirfram.

Sjá viðtal við Helga Má í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert