DeRozan og félagar unnu oddaleikinn

DeMar DeRozan fór mikinn í liði Toronto Raptors í sigurleiknum …
DeMar DeRozan fór mikinn í liði Toronto Raptors í sigurleiknum á Indiana Pacers. AFP

Toronto Raptors vann Indiana Pacers í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum Austurdeildar í NBA-deildarinnar í körfuknattleik í nótt, 89:84, í hreint hörkuleik í Air Canada Centre, heimavelli Raptors-liðsins að viðstöddum rúmlega 20 þúsund áhorfendum. 

Raptors var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi en það var ekki fyrr en liðið vann þriðja leikhluta með átta stiga mun, 28:20, að verulegur munur varð að liðunum. Pacers var 14 stigum undir, 78:64, þegar fjórði leikhluti hófst. Þann mun tókst liðinu aldrei að vinna upp. 

DeMar DeRozan skoraði 30 stig fyrir Raptors og Norman Powell kom næstur með 13 stig. Jonas Valanciunas 15 fráköst og skoraði auk 10 stig. Paul George skoraði 26 stig fyrir Pacers og tók auk þess 12 fráköst. George Hill skoraði 18 stig. 

Þar með er það Toronto sem mætir Miami í undanúrslitum Austurdeildarinnar en Miami lagði Charlotte í oddaleik í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert